það eru nokkrar síður á netinu þar sem stjórnendurnir setja inn nokkrar spurningar fyrir daginn/vikuna, misjafnt eftir síðum hvaða vikudagur er valinn..
Ég kíki oft á þessar síður sem yfirleitt heita “eitthvað” og svo meme… í dag eru dáldið góðar spurningar á “friday fun” síðunni þannig að ég ákvað að smella þeim bara hérna inn 😉
1. Are you fascinated by any particular culture of another country? What about it grabs your attention?
ég er ekki beint heilluð af menningu neins annars lands en mér þykja mismunandi menningarheimar annsi forvitnilegir. Ég hefði t.d. mjög gaman að því að fara til Suður-Ameríku, Asíu eða einhverrar annarrar heimsálfu sem hefur svona ólíka menningu heldur en við hérna á skerinu. Það snerti mig heilan helling að sjá hvernig aðbúnaðurinn og umhverfið í heildsinni var þegar við Iðunn fórum í dagsferð til Marakkó 2004, hefði eflaust snert mig meira ef ég hefði ekki verið búin að sjá svipað þegar ég fór til landamæraborgar usa(texas)/mexíkó þegar ég var yngri (get enganvegin munað í augnablikinu hvað sú borg heitir samt).
2. Have you been able to visit that area?
að hluta til hef ég getað gert það já, en ekki nærri því eins lengi og ég hefði viljað.
3. I am coming to your area. Name 3 things I should do or visit and why?
A) Það þýðir auðvitað ekki að svara svona spurningu án þess að nefna Gullnahringinn – einfaldlega afþví að hann er fallegur og einstakur í sinni mynd.
B) Jökulsárlón – bara fallegt og “í leiðinni” ef maður ætlar hringinn 😉
c) Snæfellsnesið – einn af mínum uppáhaldsstöðum á landinu 🙂
4. If you could visit any 3 places in your own country, where would you go and why?
A) Snæfellsnesið! einn af mínum uppáhaldsstöðum, þarf varla að segja neitt meira 😉
B) Hveravellir – langt frá öllum skarkala borgarinnar
C) Upp í sveit í sumarbústað – nokkurnvegin alveg sama hvar hann er svo framarlega sem ég get ekki horft inn um gluggana á næsta bústað og með hellings gróðri.
http://en.wikipedia.org/wiki/Nuevo_Laredo
takk pabbi 😉