ég er búin að vera ferlega léleg með handavinnuna mína síðan við komum heim frá dk. ég var reyndar að klára að sauma snjókarlasett sem ég átti, saumaði einn mill hill snjókarl fyrir jólin 😉 svo gerði ég jú 4 stk af servéttuhringjum handa mútter í jólagjöf 😉 náði ekki að gera fleiri fyrir jólin en á efni í 2 stk tilviðbótar – eða réttarasagt ég klúðraði 3ju myndinni *Heh* misreiknaði mig aðeins þannig að 3ja myndin var of stór, þannig að ég ætla að finna einhverja eina til viðbótar og sauma fyrir hana við tækifæri.
ég á hinsvegar eftir að klára alla 7 snjókarlana í tengslum við frágang.. og mér virðist ekki ætla að takast að sauma svona “franska hnúta” alveg sama hversu oft ég er búin að láta mútter sýna mér hvernig það er gert!!! þannig að ég er að spá í að sauma bara perlur í staðin fyrir þessa hnúta á snjókarlana – held að það eigi bara eftir að koma vel út hvorteð er og verða meira upplífgandi þegar það er komið 🙂 Það eru sýndar nokkrar frágangslausnir í pappírunum sem fylgdu með snjókarlamunstrinu og þar er m.a. ein þannig að maður saumar bakhlið á þá og setja smá troð þannig að þeir verði nú feitir og pattaralegir og auðvitað band til að hengja þá upp 😉 ég er einmitt að spá í að gera þá þannig.. á líka eftir að setja filt og band á Mill hill snjókarlinn…
——
HAH! ég setti perlurnar á og þær koma bara svona ljómandi vel út 😉 á bara eftir að taka myndirnar inn af vélinni og set þær svo inn á vefinn.
Annars þá er ég búin að finna nokkur verkefni sem mig langar að gera á næstu mánuðum… ætla að sauma svona bekk í sængurver handa litla krílinu mínu og svo eru stelpurnar að tala um einhverja teninga í netsaumónum mínum og eru búnar að vera að linka inn á þá og þar kolféll ég fyrir ferlega sætum teningi sem er með barnamyndum á – langar að gera einn slíkann fyrir krílið líka 😉 og auðvitað á ég eftir að búa til 1stk fæðingarstreng 🙂 er meiraðsegja búin að finna myndina, þarf bara að kaupa garnið og þá get ég saumað hann fljótlega eftir að krílið fæðist þar sem myndirnar eru mjög ólíkar eftir kynjum.. er að spá í að gera alveg eins fyrir vinkonu mína sem er líka bomm 😉 ss nóg sem mig langar að gera – spurning hvað margt af því á eftir að vera “á tíma” *heheh*
Flottir SnjóKarlar;)
Skemmtu þér vel við að sauma út enda er það þrusu gaman 😉
Kv. LáraH.
þetta er alveg æðislegt hjá þér!! Svo gaman þegar fólk er að gera svona fínt.