Varað við manni sem reynir að lokka börn upp í bíl
Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa sent foreldrum barna í skólanum tölvupóst, þar sem segir að karlmaður hafi lokkað börn upp í bíl í nágrenni skólans og notað til þess sælgæti og önnur gylliboð. Lögreglan hafi staðfest að í síðustu viku hafi maður verið handtekinn í Breiðholtshverfi í Reykjavík við slíka iðju.
Í tölvupóstinum er athygli foreldra vakin á því að brýna fyrir börnum sínum að hafna öllum gylliboðum frá ókunnugum og alls ekki að fara upp í bíla hjá einhverjum sem þau ekki þekkja. mbl.is
DJÖSINS ÓGEÐ!