jæja þá er þessu hérumbil lokið í bili…
átti voðalega róleg jól að vanda, finnst þægilegast að þurfa ekkert að vera á þvælingi á þessum dögum – vil líka bara helst vera heima með mína bók/útsaum/bíómynd, mitt kakó og smákökur/konfekt og í mínum þægilegufötum 😉
vorum á Framnesveginum þegar bjöllurnar hringdu inn jólin og fórum svo reyndar í sitthvoru lagi inn í Áfheima að hitta þann hluta…
finnst það alveg frábært hvernig á báðum stöðunum eru svona hávaða/stresslaus jól – maturinn þarf ekki að vera tilbúinn kl 6, þetta eða hitt þarf ekki að vera búið kl þetta og svo frv 😉 hver hefur sína siði sem betur fer 😀
Fengum bæði fullt af gjöfum og slatta af jólakortum, yndislegt hvernig það fjölgar ár frá ári að fá myndakort 😉 hvort sem það eru krílamyndir eða brúðkaupsmyndir (marerbaraverðagamall).
það skondna við gjafa hlutann er reyndar að við fengum bæði nýja síma – LS með þeim skilaboðum að það þyrfti að vera hægt að ná í hann næstu mánuði 😉
Á annan í jólum fengum við svo nokkra “útlendinga” og íslendinga í heimsókn og var spjallað fram eftir kvöldi eða þar til fólk kveikti á því að það var ekki frí daginn eftir og einhverjir áttu víst að mæta í vinnu. Ferlega notalegt kvöld sem við áttum og við komumst loksins að því að það er pláss fyrir slatta af fólki í litlu stofunni okkar 😉 takk fyrir innlitið krakkar 😉
Hæ sæta mín. Ég kemst ekki inn á ormsann 🙁 er búin að reyna og fá password en samt kemst ég ekkki inn . Gleðilega hátíð til ykkar sæta mín