ég verð nú að viðurkenna að allt þetta myrkur sem er búið að vera úti síðustu daga er ekki að peppa neitt rosalega upp á jólaskapið hjá mér.. finnst eiginlega ekki eins og jólin séu að koma eftir heila 3 daga… er nú samt búin að flestöllu, á bara eftir að pakka inn gjöfunum og koma þeim til eigendanna 😉 laga aðeins til og þá er ég reddí fyrir bókina mína og náttfötin yfir jólin 😉 setti upp litla jólasveinalandið mitt um daginn, keypti mér nefnilega fyrir nokkrum árum ferlega sæta litla jólakalla í Tivolí – sá samt enga í fyrra þegar ég fór þannig að ég gat ekki bætt köllum í safnið. En ég sé hinsvegar að við þurfum að kanna það hvort við finnum ekki einhver sæt hús til þess að hafa þarna með 🙂
—————————-
dáldið skondið að vera að vinna á hg. stöð og það er einhver pest að ganga sem lýsir sér einna helst með raddleysi – nibb ekki flensan – og ég held að stelpurnar í afgreiðslunni séu allar búnar að næla sér í þetta (sem betur fer þó ein í einu) og núna eru hinir 2 læknaritararnir lasnir, þannig að í gær og í dag er ég búin að vera ein við stjórnvöllinn hérna á bakvið – hmm spurning hversu mikið ég er búin að gera vitlaust *haha* neinei ég er ekkert að rugla svo miklu.. skil þau verkefni sem ég er ekki 110% á eftir þar til einhver mér vitrari mætir á svæðið 😉
—————————-
Mig er farið að langa að hitta stelpuskjáturnar mínar allar með tölu (btw ég er enn flissandi að nafninu sem ég sá í mogganum í gær, dánartilkynning um konu sem actually hét Tala). Alltof langt síðan ég hef eytt tíma með þeim.
—————————-
ég er farin að fá alveg fáránlega drauma á hverri nóttu – svaka hasar stundum, eins og t.d. í nótt… enda er ég grútþreytt í dag 😉 það fyndna er nefnilega að þetta er svoddan STEIK 😀 það eina sem ég man eftir næturnar er hversu mikið bull þetta var en svo til ekkert drauminn sjálfann.
—————————-
jæja nóg af örpælingum að sinni…
ég kannast við þetta raddleysi.. þetta er í flestum tilvikum berkjubólga og hálsbólga sem veldur þessu.. er að glíma við þetta núna…..
jólakveðjur
Maggi
það er reyndar misjafnt skv mínu infó – þetta er allavegna veira sem lítið er hægt að gera við amk fyrst um sinn – annað en slaka á og svo frv 😉
vonandi verður þér batnað fyrir jól 😉
ég er alveg til í hitting fljótlega – hvað segiru um að halda litlu jól einhver staðar 😉
Það skemmtilega við hana Tölu er að hún var saumakona ! Eins og hann Logi Eldon byggir arna : ) Kv. Setta
Ása: svaraði þér via e-mail
Setta: ertu ekki að grínast, æj það er ljótt að hlægja að þessu samt 🙂 gleymi samt aldrei konunni sem lá með Þuru ömmu í Hátúninu, eða í næsta herb. hún talaði og talaði og talaði endalaust – komst svo að því að konugreyjið hét Málfríður 😉
en… áttu engar myndir frá bústaðaferðinni….
Hæ skvís.
Innilega hjartans hamingjuóskir með litla barnið í bumbunni 🙂 🙂 🙂
Ég alveg ljómaði öll upp þegar ég las á blogginu hennar Kollu að þú værir preggó!
Ég vona að þér líði sem allra best og þetta gangi rosalega vel hjá þér.
Gleðileg jól og takk fyrir liðin ár.
kv,
Hanna Kristín.
híhí takk Hanna og gleðileg jól 😉