ég er búin að hafa þennan editor glugga opinn í lengri tíma í dag og fara nokkrum sinnum hingað inn af því að það er alltaf eitthvað sem ég ætlaði að skrifa en svo um leið og ég opna browserinn þá man ég það enganveginn…
—————–
Get enganvegin sagt að ég sé komin í jólaskap, samt er ég búin að heyra 2 af þeim lögum sem yfirleitt koma mér í jólastuð – máske gerist það ef ég kveiki á tölvunni heima á eftir og stilli á Bing Crosby? enda er það líka jólalagIÐ. Máske í kvöld þegar við skvísurnar æskuvinkonurnar sullum sykurgumsi og nammi á piparkökur *hmmm*
ég eða við erum samt búin að kaupa eða ákveða allar jólagjafirnar (ég er samt ekki búin með Leifs), þær liggja líka bara á góðum stað heima og bíða þess að fara í fallegan jólapappír, fá borða um sig og merkispjald.
Annars þá held ég að þetta verði dáldið skrítin jól.. síðustu jólin “mín”, síðustu jólin barnlaus en það þýðir bara að jólin framundan verða skemmtilegri 😉 þó svo að krílið mitt eigi ekkert eftir að hafa neitt vit á næstu 2 jólum þ.e. aðfangadegi og því umstangi en á sennilegast eftir að stara stóreygt á öll ljósin og glimmerið út um allt, eða mig grunar það amk.
—————-
Ég sakna þess dáldið að fara ekki í “skipulagt” jólaföndur með vinkonunum. Síðast þegar ég fór þá fór ég með Lilju vinkonu og við bjuggum til stórglæsilega jólasokka 🙂 hef notað minn síðan þá sem jólapóstspoka enda er hann frekar stór 🙂 annars þá langar mig að gera svo margt að ég hefði ekki tíma til þess að gera það allt þó svo að ég vildi… undanfarið hef ég ekki einusinni gefið mér tíma til þess að klára það sem ég ætla að gera fyrir þessi jól :hmm: fæ smá sárabætur í kvöld þó 😉
á alltaf eftir að plata mútter til þess að hjálpa mér að ganga frá jóladúknum mínum svo ég geti montað mig af honum á sófaborðinu okkar *heh*
——
Það er reyndar ýmislegt sem mig langar að setja hérna inn en það er sennilegast ekki við hæfi að hafa það fyrir almenning, hef rekið mig á það nokkrum sinnum að ef ég hef sett e-ð hérna inn sem rennur í gengum kollinn minn þá hefur það ratað tilbaka sem mínus í minn garð – stundum er skoðanaleysi semsagt best amk á netinu 😉
Sælar…..
Á morgun ætla ég að gera mér bæjarferð niður í bæ – ganga Strikið á enda og skoða NyHavn 🙂 Er búin að versla allt sem ég þarf. Svo það verður bara túristast!!
Er víst að fara skoða ákveðið hús fyrir sjálfa mig og þig;)
Góða Helgi – Kveðja frá Kóngsins Köben
Bara 5 dagar í heimkomu..
Lára H.
jæja, og hvernig leit hótelið út ?