ég held, ef ég fengi einhverju um það ráðið, þá gæti ég sofið endalaust þessa dagana.. myrkrið er ekki alveg að gera sig.
annars er í raun ekkert búið að vera að gerast hjá okkur fyrir utan jú, við keyptum okkur 1 stk bíl í síðustu viku – alveg að komast í “pakkann“, bíllinn kominn, barnið væntanlegt og þá vantar bara íbúðina (sem kemur á endanum). Sleppum ss einu litlu skrefi í þessu öllu saman 😉
fyrir valinu varð glæsikerra sem heitir pusjó 406 árgerð 2001 og er station bíll (jújú miklu meira en nóg pláss fyrir vagninn og allt hitt draslið), fengum hann á ágætis verði, sanngjarn km fjöldi miðað við árgerð, lítur vel út, nóg pláss og svona skemmtilegt 🙂 fengum svo fínan tryggingadíl í gegnum Víking frænda Leifs (skemmir ekki að hafa sambönd stundum *glott*).
jæja ætli maður ætti ekki að álpast til þess að halda áfram að vinna…
úlalla, bara komin á station – þá verður ekki aftur snúið! Ég harðneitaði því þó svo að það hefði hugsanlega alveg verið sniðugt – station bíllinn kemur kannski eftir 1 barn í viðbót… hugsanlega 😉
Það er heldur ekki í tísku að fara í pakkann í “réttri” röð!
til hamingju með kerruna!
Já og svo manstu að láta mig vita þegar þið ætlið að fá ykkur íbúð 😉 :p
til lukku með bílinn – þá er það bara íbúðinn og þá eruð þið komin með pakkann – ég skal koma með slaufu svo á pakkann 😉
ein sem er að farast úr lélegum húmor *hihi*