því að þá eru nefnilega morgunverðarhlaðborð ala vinnan 🙂 allir hittast og fá sér í gogginn saman, alltaf nýbökuð brauð beint úr bakaríinu, eitthvað djúsí álegg og ávextir eða eitthvað sniðugt 🙂
svo á veturna eru alltaf kynningar í hádeginu, sem þýðir bara eitt – meiri matur!!! eða þessar kynningar eru fyrir doxana og þeir klára aldrei matinn sem kynnarnir koma með þannig að það er alltaf einhver afgangur… ekkert smá henntugt að sleppa nesti á föstudögum 😉
þannig að ég er alltaf voða södd eftir hádegi í vinnunni á föstudögum og það er ekki eftir endalausar samlokur, hagkaupspastabakka, afganga að heiman eða núðlu/bollasúpur 😉
spurning um að koma og heimsækja dagnýju í vinnuna í hádeginu á föstudögum 😉
*hóst*