Ég var að setja inn myndir frá því að við fórum með tengdó í sumarbústað fyrr í mánuðinum. Þetta eru reyndar aðalega myndir af frostlistaverkunum sem náttúran hafði skapað þarna í kring enda var á laugardagsmorguninn um -13°c 🙂 frekar mikið kalt!!!
Myndirnar má finna hérna.
Annars þá var ég að læsa gömlum myndum þannig að ef það er eitthvað sem ykkur langar að kíkja á þá endilega hafið samband 😉 eða skiljið einfaldlega eftir skilaboð í kommentakerfinu, kem upplýsingum til ykkar hvernig þið getið kíkt á gamlar myndir.
Einnig vil ég benda vinum og ættingjum á að ef áhugi er á að fylgjast með litla bumbubúanum okkar þá þarf bara að skrá sig inn á síðuna 😉 betra að benda á að það gæti tekið smá tíma áður en hægt er að skoða síðuna þar sem það þarf að samþykkja nýja notendur 😉
hmmm… ég vil endilega fylgjast með en fæ bara að ég megi ekki sjá þegar ég var búin að skrá mig.. það tekur kannski smá stund, ég reyni aftur á eftir.
Minns langar líka að fylgjast með ef það má 🙂
Geðveikar myndir!
Hlakka reyndar ekkert til að koma heim í kuldann, hér voru 10 gráður í dag 😉
Knús og kram,
Elsa.
Innilegat til hamingju með kúlubúann, frábært að það séu að koma fleiri börn í ættina.
Sótti um fyrir löngu að fá að skoða ormasíðuna en hef ekki fengið neitt svar.
Gangi ykkur vel, Guðbjörg og co.
Mig langar líka að fá að fylgjast með komandi móðurbróðurafabarni tí,hí
Kv. Setta
Hæ skvís!
Búin að skrá mig á síðuna og langar að fá að fylgjast með…… flottur titill hjá Settu frænku….þetta verður sem sagt föðurbróðurafaormurinn minn…hehe
kv, Helga
híhí takk allir 😉
gaman að sjá hverjir eru að læðupúkast hérna inni en láta sjaldan heyra í sér 😉
ég samþykki alla sem skrá sig um leið og ég sé e-mailtilkynningu um nýja notendur – svo framarlega sem ég þekki viðkomandi 😉
Setta & Helga já þetta er bara brilliant titill 😉
Til hamingju með óléttuna skötuhjú, held ég hafi ekki verið búin að óska til hamingju hérna :o)