ég náði að gefa Leifi annsi gott sjokk í hádeginu…
Síðustu 5 ár hef ég svotil ekkert fundið fyrir þessu blessaða bakflæði mínu en núna í haust þurfti ég að hætta á lyfjunum mínum þannig að það er allt á niðurleið hjá mér hvað varðar bakflæðiseinkennin. Ég hef aldrei fengið brjóstsviða eða nábít sem einkenni bakflæðisins heldur hafa mín einkenni verið þau að ég hef fengið heilmiklar bólgur og sár í vélindað og í raun alveg frá efra magaopi upp í háls. Þessar bólgur og sár hafa átt það til að stoppa mat, sem ég er að borða, af og það getur verið helv. óþægilegt. Nei, Heimlich er ekki nothæft þegar stendur í mér þar sem þetta er of neðarlega til þess að Heimlich virki.
Eftir familíugöngutúrinn í morgun ákváðum við að stoppa fá okkur smá lönsh og þaðan beint upp í HÍ að lesa… change of plans – Leifur var á því að keyra mig beint upp á slysó honum brá svo þegar byrjaði að surga í hálsinum á mér, ég hennti mat og drykk frá mér og út úr bílnum (var ekki á ferð) – ég veit að það hefur ekki verið auðvelt fyrir hann að horfa upp á mig kúgast og ná varla andanum vegna stressins sem myndast óhjákvæmilega… en bitinn losnaði eftir smá stund eins og mig grunaði að myndi gerast… ég virðist stundum ná að losa mig við bitann sem stoppar allt þegar ég næ að slaka á, ef það gerist ekki þá er eina leiðin fyrir mig að fara upp á slysó og láta hóa í meltingasérfræðing þar sem þetta er utan vinnusvæðis HNE. Sérfræðingurinn tekur sig svo til og treður myndavél ofaní kokið á mér og ýtir bitanum niður -whoohooo endalaust gaman *kaldhæðni*.
Þetta fór sem betur fer vel í þetta sinn, en ég er samt ekki sátt við þetta… Meltingafærasérfræðingurinn minn vildi ekki að ég tæki neitt annað inn en Galviscon tuggutöflur sem eru ekki að gera neitt fyrir mig… spurning hvort ég megi taka eitthvað annað inn núna þar sem það eru komnir tæpir 2 mánuðir síðan ég talaði við hann, það er alveg á hreinu að ýmislegt er búið að breytast síðan þá. Ætla allavegana að tala við heimilislækninn á morgun og ath hvort hann geti ekki gefið mér eitthvað sem gæti virkað betur.
Ég veit samt að ég má ekki fara á sömu lyf og hafa reynst mér svona vel síðustu ár… Ætli ég geti nokkuð farið á það lyf næstu 2 árin eða svo… þannig að vonandi er eitthvað sambærilegt til staðar sem ég má taka.
Leifur tók reyndar þá ákvörðun fyrir mig að ég ÆTTI að fara í aðgerð… hefði svosem ekkert á móti því, bara verst hvað það er langur biðtími eftir aðgerðinni.
Óhætt að segja að það hafi ekki orðið mikið úr lestri í dag…
Getur tekið svolítið á að vera svona gallaður 😉 Leifi var samt “tilkynnt” það áðan að það væri of seint að skila mér *híhí*
————
öppdeit:
læknirinn minn fann lyf sem ég má taka *jeij* samt stendur í lyfjabókinni hans að það eigi eingöngu að taka þetta lyf inn ef BRÝN ástæða þykir til… *jikes* en get samt litið á björtu hliðarnar – það er líka talað um að það eigi ekki að taka inn svona lyf á fyrstu 12vikunum þannig að ég er safe í bili … þetta er samt bara 1 mánaðarskammtur og ég tala betur við hann þá, eða bara á kaffistofunni 😉
það er bölvað vesen að vera gallagripur (sem betur fer er samt ekki vor 😉 ) 😀
Ég skil vel að Leifi hafi fengið stórt sjokk þegar þetta gerðist – það fór eiginlega bara um mig að lesa þetta!
Sjitt sko… það er ekkert smá…
mitt bakflæði er bara pínöts miðað við þetta og svo er ég að kvarta…
heh, etta er í fínu lagi stelpur mínar 😉
Ása þú varst nú einhverntíma með mér á rúntinum þegar þetta gerðist 😉 you know it goes…
Eva: ég kvarta nú sem minnst undan þessu… þetta er aðalega bara óþægilegt og ég þyrfti að vera á lyfjum alla daga ársins til þess að halda mér góðri.
Já ég skil vel að Leifi ræflinum var brugðið, enn þetta er nátturlega galli og spurning fyrir hann að fara í neytendasamtölin til að fá skilað, he he he
Nei án gríns þetta er ekki skemmtilegt. EN ég tek inn nexium við þessu og það er spurnig hvort þú getur notað það, spurðu doksan eða kíktu sjálf í sérlyfjaskrána þetta ætti að vera þar.
Good look
Nexium er lyfið sem ég var á í rannsókninni – ekki ráðlagt skv sérlyfjaskrá 😉
Já það er ferlegt að við óléttu strikast út nánast öll lyf sem til eru.
Vona að það finnist einhver lausn á þessu ! 🙂
Úff ekki skemmtileg upplifun – þ.e. fyrir hann – þú þekkir þetta því miður of vel og hefur þá sjálfsagt ekki orðið eins hrædd og hann – hehe. Vonandi dugar nýja lyfið.