… er ég búin að vera að hugsa alveg rosalega mikið til beggja afa og ömmu settanna minna.
Mér finnst ég vera svo rík af minningum um Olla afa og Helgu ömmu, enda eru bara rétt rúmlega ár síðan afi dó en 10 síðan amma dó.. Ég vona að krílið mitt eigi eftir að fá að þekkja ma&pa og tengdó mun lengur en ég fékk að þekkja Steina afa & Þuru ömmu.
Mér finnst rosalega leiðinlegt að ég skuli ekki hafa þekkt Steina afa & Þuru ömmu betur. Aðal minningarnar mínar um Steina afa eru tengdar kónga og lakkrísbrjóstsykri, svo og auðvitað grjónagraut!
Því miður eru minningarnar mínar um ömmu Þuru sterkari eftir að hún veiktist.. en ég man samt alltaf eftir “vini” hennar í garðinum, vini hennar sem var alltaf með smá pakka handa mér þegar ég kom í heimsókn. og jú ég var á tímabili í “keppni” við ömmu hvor væri hærri..
Svo kom að því að veikindin hennar yfirtóku þá ömmu sem ég þekkti og hún var ekki sama manneskjan, bara leit alveg eins út. Það eru til fullt af myndum af mér með þeim, myndir sem búa til minningar hjá mér því jú auðvitað man ég ekki eftir því þegar ég var 3 mánaða og amma gaf mér spesíu til þess að naga og afi var að sýna mér spiladósarkúluna – en þetta er til á mynd sem mér þykir endalaust vænt um. Mig rámar reyndar í róluna sem var á snúrunum úti í garði á Framnesveginum og afa að ýta mér í henni 🙂
Minningar eru dýrmætar, betra að reyna að búa til sem flestar og rifja þær reglulega upp en bora sig inn í einhverja holu og reyna að týnast.
Ég get vel skilið að þér finnist þú rík af þessum minningum. Ég man aðeins eftir afa mínum úr föður ætt, en hann bjó norður á landi, svo ég þekkti hann ekki vel þegar hann dó…
Já Dagný stundum er gott að eiga nó af myndum því þær fylla á mynninguna. En afi og amma voru yndisleg og sjálfri þykir mér leitt að ég skildi ekki eiga myndir af mér mér þeim. Ég á eina mynda af Steinunni Þuríði með langömmu sinni en þá var amma orðin lasin og ekki eins gaman af myndunum.. enn mynningin lifir.
Þetta með róluna finnst mér gaman að heyra, því mamma hefur oft sagt mér að afi smíðað þessa rólu þegar ég var lítil. Hann smíðaði hana fyrir mig til að hægt væri að hafa ofan af fyrir mér afþví hvað ég sá illa og fór bara beint af augum og afa gamla leist víst ekki of vel á það. Þetta segir allavega mamma.
Ég á hinsvegar svona eitt augnabliks móment úr þessari rólu þegar afi var að ýta mér og amma kom með fangið fullt af rabbabara og afi tók blaðið af meðan hann ýtti mér. Þetta er svona smá mynd sem fær mann til að brosa. En litla krílið þitt fær vonandi að prufa róluna og afi að yta. En annars hvenar kemur krílið ykkar ? 🙂
ef rólan er enn til þá er hún orðin annsi lúin og fúin 😉 enda komin 20 ár síðan hún var tekin niður og sett út í horn 😉
kannski útbýr pabbi nýja, aldrei að vita *hahah* hann hefur þá rúmt ár til þess þar sem krílið mætir ekki fyrr en í apríllok – ef það er stundvíst 😉
Ha ha já auðvita smíðar “afinn´” nýja rólu, enn til hamingju með meðleigjandann þinn, það verður gaman að ´sjá og fylgjast með þessu 🙂
alltaf gaman þegar ættinn stækkar 🙂