Við skvísurnar erum búnar að vera að tala um það í sumar og haust að vera voðalega listrænar og smella okkur á eins og eitt, tvö (eða fleiri) námskeið í vetur. Margar pælingar, ýmsir hlutir ræddir fram og til baka… tímasetningar og þessháttar… fundum stað sem er opinn 1x í viku fram á kvöld og óþarfi að bóka sig inn.. við smelltum okkur sumsé í Keramikmálun í gærkveldi!
Ferlega næs að sitja þarna, spjalla og laða fram listræna hæfileika okkar stúlknanna 😉 Það verða sérdeilis glæsilegir hlutir sóttir á mánudaginn thenkjúverímötsh!
Mér finnst þetta ferlega sniðugt, að geta mætt einhverstaðar keypt hlut og innifalið í verðinu er ss hluturinn, kennsla, málling + penslar, glerjungur, og brennsla. Svo er líka ekkert mál að mæta þarna með t.d. afmælishóp, saumaklúbb eða bara vinahópinn eins og við gerðum 🙂 ef það eru fleiri en 6 einstaklingar þá er hægt að panta sér kvöld, ss ekki bara þetta eina kvöld í viku sem er opið til 11 🙂
mæli með þessu!
– set inn myndir af listhneigðu skvísunum eftir vinnu 😉
—————–
já eftir vinnu – myndirnar eru komnar 😀
ég er einmitt að spá í að skella mér í svona keramikmálun við tækifæri 🙂
þetta var bara gaman – þurfum að endurtaka þetta bráðlega 🙂
ekki málið, kem með þér Iðipiði 😉
Hljómar spennandi, verst að ég hef ekki snefil af listrænum hæfileikum í mér.