Ég er núna búin að vera í heilan mánuð í nýju vinnunni og gengur barasta alveg ljómandi vel – amk að mínu mati 😉 Skemmtilegur móral – sem skiptir ó svo miklu.
Líka dáldið sniðugt að mamma stelpu sem var ein af mínum fyrstu vinkonum úr Grandaskóla er að vinna með mér. Stelpa sem ég hef ekki séð í um 18 ár því að þau fluttu úr hverfinu á sínum tíma og það þýddi auðvitað nýr skóli og svo frv fyrir hana. Ég er líka að vinna með mömmu stráks sem var með mér í bekk í 8 og 9 bekk, sem er bara fyndið, sá strákur var alltaf þessi hlédrægi feimni strákur sem spjallar alltaf við mann í dag ef maður rekst á hann einhverstaðar.
Vikurnar eru sitt á hvað hjá mér, aðra vikuna er ég að vinna samtals 2 heila daga frammi í afgreiðslu en þá næstu er ég 2x hálfan daginn. Það er alveg ágætt.. brýtur svolítið upp hjá mér, ekki alltaf sama sem maður er að gera.