síðustu dagar hafa verið hálf öfugsnúnir, ég er liggur við búin að vera með stöðugan höfuðverk síðan aðfararnótt miðvikudags, reyndar sem betur fer ekki jafn slæman og þá *úff* lítið sem ekkert sofið þá nóttina, endaði líka með því að ég fór ekkert í vinnuna og fékk doxann minn til þess að hringja í mig um leið og hann kom í hús… fékk nokkrar ráðleggingar og send lyf… náði að sofna rúmlega 9 um morguninn eftir að mamma hafði náð að finna svona fansíkerlusofameðaugnleppa vá hvað það ásamt lyfjunum hafa bjargað mér – svaf líka LENGI…
Ég get varla beðið eftir að þessum mánuði ljúki… engar fleiri langar Kárahnjúkavaktatarnir… eðlilegt líf, eðlilegt samband (hvað sem eðlilegt er 😉 ), ég dáist að þeim sem hafa verið enn lengur þarna uppfrá og átt maka í bænum, mér finnst þetta ömurlegt – fyrir utan álagið sem þetta setur á sambandið, reyndar þá veit ég um annsi mörg sambönd sem hafa dáið á þeim tíma sem Leifur hefur verið að vinna þarna..
Það sem er virkilega erfitt að mínu mati er að síðasta vetur vorum við bara 2 í okkar eigin heimi – höfðum bara hvort annað til þess að treysta á… ég held að við séum búin að eyða tíma núna sem samsvarar mánuði síðan hann byrjaði á vöktum þarna.. shitty me thinks.
Væri alveg til í að taka lestina niður í Köben og rölta aðeins um Strikið, skoða mannlífið og fara svo að borða á einhverjum notalegum stað eins og t.d. Bombay 😉 einhverntíma verður þetta gert aftur – ekki strax samt – margir aðrir staðir sem okkur langar að fara til áður en við fáum nostalgíukast 😉
æj mér finnst allt eitthvað vera svo öfugsnúið – sem betur fer kemur Leifur heim á morgun, “eðlilegt” líf í heila 3 daga *jeij* fyrir því….
Æ ekki gott að hafa hausverk, hvað þá að þurfa hanga heima fyrir hann. Dagurinn gjörsamlega ónýtur. Enn gaman að heyra að þinn sé að koma af fjöllum (eins og hinir jólasveinarnir) til að vera heima hjá þér. 🙂
[edited by me]
Kveðja Ásta Lóa