margar af sumarminningunum mínum frá því að ég var í grunnskóla tengjast Evu Hlín, Vesturbæjarlauginni, litlum boltum eða vatnsblöðrum…
þegar ég hugsa til baka þá verð ég eiginlega að viðurkenna að ég er hálf hissa á því að það hafi ekki verið farin að myndast sundfit á okkur skvísunum, við gátum eytt heilu dögunum í lauginni, á tímabili var aðal fúttið að vera með bolta eða vatnsblöðrur eftir okkur var bannað að vera með boltana.. hey blöðrurnar sprungu og voru ekki harðar þ.a.l. gat fólk ekkert kvartað ef það fékk óvart í sig blöðru *Hehe* auðvitað pössuðum við okkur alltaf á því að tína upp sundurtættarblöðrurnar og henda í ruslið.. vorum samviskusamar með það. ss aðal fúttið var að kasta á milli okkar blöðru/bolta og þá auðvitað oft með allskonar tilþrifum þegar við vorum að reyna að grípa blöðruna/boltann. Ég er ekki frá því að við tvær höfum eytt álíka miklum tíma í sundi og krakkarnir sem voru að æfa sund 🙂
Ég skellti mér í sund áðan, undarlega fáir í lauginni – nú eða ég bara svona hittin á tíma svo ég náði að synda slatta – mér finnst dáldið sniðugt hvernig áherslurnar hjá manni hafa breyst varðandi sundið á þessum árum, jújú maður gengur beint að sinni sturtu alveg eins og “normið” var á þessum tíma, reyndar búið að skipta um blöndunartæki og hausa (sem betur fer) á þessum árum og svona en núna fer maður til þess að synda og kíkja svo í heitupottana í smá stund til þess að eiga notalega stund… mér finnst samt alltaf jafn gaman að “hlera” samtölin sem eiga sér stað í pottunum, fólk er svo yndislega misjafnt 🙂 t.d. voru þeir sem voru í aðal samtalinu áðan 2 krakkar, svona 7-8 ára 🙂 rosaleg speki í gangi og margar mjööööööög heimspekilegar skoðanir sem komu fram 😉
jæja ég er allavegana komin af stað.. ætla að reyna að halda þessu gangandi, gengur ekki að hreyfa sig ekki baun í bala 😀
annars er alltaf gott að verðlauna góða sundferð með ís í Úlfarsfellsísbúðinni 😉 *slurp*