þvílíka rokið og kuldinn sem er úti núna, liggur við að maður fjúki bara á haf út þegar maður hættir sér út fyrir hús… og ekki er ég nú minnsta manneskja sem finnst á landinu 😉
Skrapp í hádeginu út á Eiðistorg í mínu mesta sakleysi og hvað blasir við mér um leið og ég kem út á Suðuströndina? jújú Esjan í öllu sínu veldi HVÍT eða allavegana hvít niður í miðjar hlíðar.. þetta þýðir víst bara eitt… veturkonungur er handan við hornið *dæs*
Mig langar amk ekki í jafn fáránlega kaldan vetur og var í dk síðasta vetur takk fyrir takk 😀
Það er alveg á tæru að ef þetta heldur svona áfram í kvöld, þá er það bara sængin, kertaljós, útsaumurinn/bók og einstaka þáttur í kassanum sem heillar mig.. ekkert útstáelsi 😛
Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég aðeins að kvarta vegna hitans hérna í Danaveldi. Fannst nú vera kominn tími til að fá almennilegt haustveður hérna – það er komið. Takk fyrir pent!!
Hef nú ekki alveg fylgst með hitastiginu en það er orðið ágætlega kalt bara.
Svo á morgun ætla ég í íslensku ullarpeysunni minni (þessi með rennilásnum).
Jíbbbíííí…..
Kveðja frá Árósum