ég er hreinlega ekki frá því að ég hafi sofið frá mér septembermánuð að mestu leiti.. ok ekki París auðvitað og ekki sefur maður á vinnutíma 😛 en a milli þess sem ég mæti í vinnuna og reyni mitt besta að sýna lit í familíunni og gagnvart vinunum þá sef ég og alveg eins og steinn!!! búin að taka þónokkrar nætur annsi snemma, sofna stuttu eftir að ég kem heim úr vinnu og vakna svo við það að síminn byrjar að pípa heimtandi það að ég vakni svo ég geti nú asnast í vinnuna 🙂 fáránlegt!
Ég held samt að þetta sé að fara að líða hjá.. er að spá í að fara að nýta mér þá stórkostlegu aðstöðu sem ég hef beint fyrir utan vinnuna mína sem Seltjarnarneslaugin er.. hef reyndar ekki gerst svo fræg enþá að skoða nýjadótið þarna þannig að spurningin er hversu stórkostleg er nýja aðstaðan? hef heyrt misjafnt – reyndar aðallega frá foreldrum fatlaðra barna 🙂 ekkert alltof kát með aðstöðuna EN máske er hún bara grand fyrir okkur sem þurfum ekki hjálp við að klæða okkur og þannig.
Annars þá er mest lítið að frétta af okkur skötuhjúnum, Leifur kom í bæjinn á miðvikudagsmorguninn og yfirgaf höfuðborgina aftur í morgun, sem betur fer eru vaktirnar að styttast og núna eru bara 30 dagar þar til hann verður alkominn heim í vetur – eða ég vona það.
Okkur tókst nú alveg ágætlega að sinna familíunni þessa daga sem Leifur var heima, hittum foreldra hans og systkini&maka og auðvitað bróðursoninn 2x (sem er uþb 2x oftar en undanfarið í þessum vaktahléum), knúsuðum Sigurborgu bless þar sem hún yfirgaf skerið í gær á vit ævintýranna í Seville á Spáni næstu mánuðina… fáum hana heim rétt fyrir jólin, spurning hvort við eigum nokkuð eftir að skilja hana, hvort hún verði ekki bara bablandi á spænsku út í eitt 😉
Annars er bara allt við það sama og andleysið alveg að gera út af við mann stundum *geisp*
spurning um að fara að skríða upp í sófa og sofna yfir svona eins og einum friendsdisk ?
Algjörlega þessu ótengt – var að skoða myndir í albúminu þínu og mikið rosalega lítur þú vel út! Algjört megabeib.
*híhí* takk skvís *roðn*
Hae hae, gaman ad lesa um tig 😉 Bestu kvedjur fra Spáni 🙂