ég er bara með einkatónleika hérna á hverjum degi á meðan ég er í vinnunni…
skiptist meiraðsegja upp eftir dögum hverskonar hljóðfæri eru notuð og svona, bara kósí 🙂
ss alla daga eftir hádegið eru tónleikar í húsinu. er alls ekkert ósátt við það 😀
það eina sem ég myndi vilja er að lagavalið væri pínu fjölbreyttara… tónstiginn getur verið dáldið leiðinlegur eftir nokkrar umferðir á blokkflautu 😉
en ég ræð auðvitað engu enda kemur þetta frá tónlistarskólanum sem er hérna með stofur í húsinu 🙂
Allt í lagi með píanó og blokkflautu en almáttugur hvað það er erfitt að hlusta á fólk æfa sig á fiðlu !
hmm………..Veit það fyrir víst að Ása var MJÖG ánægð með fiðlutilraunir mína!!!! 😉
Verð að bæta við að það er doldið erfitt að æfa á fiðlu – svona til að byrja með!
Varst þú að læra á fiðlu???
jujú Sirrý tók fiðluna með trompi á meðan hún bjó á Sigló!!!
tók sig líka svakalega vel út á vortónleikunum með hinum krökkunum 😉