ég er að reyna að átta mig á því hvernig ég á að taka frétt sem ég fékk fyrr í morgun. þessa dagana snýst hausinn minn pínulítið í hringi en er samt á góðri leið með að hætta þessari hringeggjuferð.. amk í bili 🙂
þannig er að þegar ég fletti mogganum í morgun rak ég augun í mynd af konu sem ég þekkti, en þessi mynd átti ekkert að vera þar sem hún var, það getur eiginlega ekkert staðist – að þessi yndislega kona sé látin. ég er bara ekki alveg að kveikja á því.
þessi kona hafði reyndar ýmsa drauga á bakinu eins og hún sagði sjálf, hún kaus að kalla veikindi sín frekar draugagang heldur en veikindi… mér finnst það ágætlega til orða tekið að segja að draugarnir séu komnir aftur í heimsókn í stað þess að segja að veikindin séu að hellast yfir. ég fékk ósjaldan að verða fyrir barðinu á draugunum hennar á meðan ég var að vinna hjá SR – sem betur fer gerði ég mér mjög fljótt grein fyrir því að það var ekki þessi yndislega kona sem var að tala heldur hliðstæða hennar sem birtist þegar draugagangurinn var farinn að hrjá hana hellst til of mikið. mér þykir vænt um kerlu þrátt fyrir þetta.. hún hafði svo stórt hjarta.
jæja ég ætla að halda áfram að vinna.. reyna að geyma þessar pælingar þar til eftir vinnu.. það er aðeins betra.. mér finnst bara svo skrítið að í nótt sótti þessi kona dáldið á mig í draumaheimi, dreymdi samt bara góðar stundir eins og þegar ég kíkti í heimsókn til hennar rétt áður en við fluttum til dk. hún vildi endilega gefa mér smá kveðjugjöf, fallegar litlar útsaumaðar myndir af englum.