eitt af því skemmtilegasta við haustið eru berin sem hægt er að fara að tína og njóta þess að narta í 🙂 svonaaaaaa þau amk sem maður nær að bjarga frá því að fara í sultugerðina 😀
ég græddi á því áðan að foreldrarnir fóru í bíltúr og stoppuðu einhverstaðar úti í móa og þar voru einhverjar þúfur eftir með berjum *nammi* ég er búin að vera að narta í krækiber síðan þau komu heim *sælgæti*
Fyrir utan þetta þá eru runnarnir úti í garði við það að gefast upp vegna magns af sólberjum, rifsberjum og stikkilsberjum sem hanga á greinunum 🙂
– hvar eru allir tínararnir sem ætluðu að fá ber??
Ég er alltaf á leiðinni en er bara svo ógó bissý núna á næstunni – hvenar verð ég orðin of sein?
hehe, um leið og næturfrostið kemur þá eru berin farin að skemmast 🙂