já ég er fordómafull – en ég tel mig samt vera nokkuð líbó.
Fordómar mínir tengjast í raun nokkru sem gerðist þegar ég var lítil.
Í blokkinni hérna við hliðiná bjuggu hjón á miðjum aldri, einhverntíma um vorið átti karlinn afmæli og börnin ákváðu að gefa honum Sheffer hvolp. ok, ekkert að því nema að því leiti að þessi litli hvolpur fékk ekkert uppeldi – ef hann óhlýðnaðist eitthvað sást til eigendanna slá til hundsins hvort sem það var með hönd eða priki.
Um sumarið gerðist það svo að stelpa í næsta húsi var að leika við kettlinginn minn, stelpan var að elta kettlinginn og sem betur fer þá fraus hún þegar hún sá hundinn koma hlaupandi í áttina að þeim. NB þegar þetta gerist er stelpan ekki eldri en 4-5 ára. Hundurinn nær að bíta í kettlinginn áður en nokkur nær að ráða við hundinn, auðvitað var lítið hægt að gera fyrir kisu greyjið enda er ekkert grín að vera bitinn af svona hundi (sagt er að bitið jafnist á við ca hálft tonn).
Sagan er auðvitað lengri en hún í raun segjir bara frá okkar kynnum við eigendur hundsins en ekkert tengt hundinum þannig séð – bara það að það er auðvitað vitað mál að uppeldi dýra skiptir öllu máli þ.a.l. er hegðun hundsins að vissu leiti tengd því hvernig eigendurnir komu fram við hundinn.
Eftir þetta hef ég alltaf verið skíthrædd við Sheffer-, Doberman og Rottveiler hunda. Vitandi það að þeir eru allir með það eðli í sér að þeir eru oft nýttir sem varðhundar. Reyndar veit ég það líka mjög vel að Sheffer hundar eru mjög duglegir sem leitarhundar.
En það er alveg sama hversu vel upp aldir þeir eru – ég er skít hrædd við þá. Aðrir hundar eru í góðu lagi fyrir mitt leiti.
Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það fer algerlega eftir uppeldi dýrsins hvort eðli þess sé “gott” eða “vont”
Það sem er að brjótast um í hausnum á mér þessa stundina er það að núna í vikunni fluttu inn nýjir nágrannar hérna á móti. Í gær sá ég að þeir eru með Doberman hund hjá sér, ok gott og blessað ekkert að því. Áðan sá ég hinsvegar að hundurinn var laus fyrir utan girðinguna sem er í kringum innganginn að íbúðinni hjá þeim. Mér er ekki lengur alveg sama.
Ég get barasta ekkert að því gert en ég er skíthrædd við þessa hunda og mér er meinilla við að þeir séu láttnir ganga lausir. Ég veit ekki alveg hvort þetta hafi bara verið einsdæmi (þó vona ég það heitt og innilega).
En eru ekki einhver lög sem banna lausagang hunda?
Ok nú er þessi íbúð með sér inngangi sem er ekkert nálægt öðrum inngöngum í blokkirnar þannig að ekki þurftu þau að fá samþykki frá öðrum íbúum (eða ég held amk ekki) og mér væri nákvæmlega sama um þennan hund ef hann væri hafður í bandi. Það er nú slatti af öðrum hundum hérna í hverfinu (þó þeir séu mestmegnis svona Chihuahua hundar) ég hef ekkert á móti þeim, enda er ég nú ekki þekkt fyrir að ýta dýrum frá mér fyrr en ofnæmið er komið á fullt 😉
Ég hugsa reyndar að ef ég byggi í fjölbýli væri ég ekki fyrsta manneskjan til þess að neita einhverjum um að taka að sér hund (eða kött) 😉
jú, það eru sko lög sem banna lausagöngu hunda.. spurning um að láta vita af þessu ef þetta gerist aftur?
Já það eru meira segja lög sem segja að þó að hann sé með sérinngang þá VERÐUR hann að fá leyfi nágranna sinna í húsinu þar sem íbúðin tilheyriri jú þessum ákveðna stingagangi. Lausaganga er stranglega bönnuð og það má víst láta löggið pikka þá upp ef þeir eru lausir fyrir utan húsið. Spáðu í það næst ef hann er að dúllast út úr girðingu.
Ég skoðaði þetta aðeins á netinu í gær og jú við getum kvartað til yfirvaldsins ef hundurinn er laus utan “hundheldargirðingar” en í sama plaggi segjir að það sé ekki nauðsyn að fá samþykki þegar um sérinngang er að ræða.
Annars þá er nýbúið að breyta lögum um hundahald í Rvík þannig að maður þarf aðeins að bíða og sjá….
og stelpur, það er ekki spurning um ef heldur þegar hann verður laus næst.