mér finnst ferlega skrítið að fylgjast með hvernig Lýsishúsið er að hverfa.. það er reyndar búið að taka furðulega langan tíma að rífa þetta blessaða hús en það er þó að gerast núna eftir að hafa staðið gluggalaust og ljótt í ca 2 mánuði.
Ég veit samt ekki hvort ég sé neitt voðalega spennt yfir því hvað á að rísa í staðin enda finnst mér eiginlega nóg um ellismellaíbúðir hérna í grendinni.. 2 stórar blokkir og ég man þegar við stelpurnar vorum að leika okkur hérna í hverfinu hversu oft það var verið að sussa á okkur án þess að ástæða væri beint til staðar – það var allavegana ekki neinn hávaði í okkur 3 (ég, Eva og Lilja).
Já Dagný mín einhverstaðar þurfa “gamlir” að vera. Enn ég er svosem sammála þér um að það þarf ekki endilega setja þá ALLA á sama blettinn. Lítil láreist hús í anda þess sem er þarna á svæðinu væri huggulegra enn ef einhvað hús hverfur þá rís heilt þrop á svæðinu hvernig sem það kemmst fyrir, hvort sem ungir eða gamlir byggja það.
hehe, mér er nokk sama stórt eða lítið, enda var lýsis húsið allt annað en lítið 🙂
æj hinsvegar finnst mér vanta svo leiksvæði á þetta svæði fyrir krakka.. og það hjálpar nú lítið til ef enn eitt svæðið fer að flokkast undir “uss” svæði..