Getur einhver sagt mér hver í ósköpunum kom með þetta orð ???
Var að glugga á veðurstofuvefinn og þar er fólki bent á að smella á síglæðingarhnappinn eða “Vinsamlegast notið síglæðingarhnapp vafrans.”
Ég giska á að þetta sé refresh hnappurinn sko en þetta er stórfurðuleg þýðing amk að mínu mati 😉
Hefur heyrt um að “eyða dússum” það er að segja delete cookies 😉
Skv tölvuorðabókinni þýðir Refresh að hressa við eða endurglæða
p.s veit ekki hvort dússur eru rétt skrifað
nei, þetta er nýtt 😆
alltaf koma þeir með eitthvað nýtt.. afhverju mátti þetta ekki bara vera eyða smákökum 😉