mér datt í hug að senda inn hérna smá samantektarblogg í stað þess að senda inn mörg einnar línublogg…
… ég er alltaf að uppgötva betur og betur (þá sérstaklega undanfarið) hversu mikil snilld tölvupóstur er.
… Undanfarið hef ég líka verið að taka eftir því að fólkið í kringum mig er orðið svo fullorðið eitthvað 😀 ég er farin að vera sjálf með kontakta hér og þar *heheh* þ.e. þekki fólk á ýmsum stöðum sjálf – ekkert tengt ma&pa eins og áður 😛
… það er svooo mikill lúxus að vera bara að vinna til fjögur að það er eiginlega ekki fyndið, ég sé það enn betur þessa dagna þar sem ég er að vinna til 5 alla daga og einstaka sinnum lengur :hmm:
… mér finnst það ferlega sætt að rekast á útkrotaðar gangstéttar eftir krakka sem hafa verið í pílu og strik eða hvað þessi leikur hét 🙂 rifjar upp fullt fullt af minningum tengar Evu & Lilju 🙂 við vorum svakalegar þrenningin *Hehe*
… talandi um Evu & Lilju þá finnst mér það alveg merkilegt að það sé ekki til ein einasta mynd af okkur að smíða einhvern þessara milljón kofa sem við smíðuðum hérna í nágrenninu. Eða ég á enga mynd – eigið þið einhverjar myndir stelpur ?
… einhverra hluta vegna þá trúa sumir ekki þeim sögum sem við höfum frá að segja af þeim tímum sem við vorum að leika okkur í byggingum ? erum við virkilega svona miklir “englar” og svona svakalega “penar” að þessar sögur geti ekki verið sannar? hmm ég einhvernvegin vil ekki trúa því 🙂
… jeij ég er búin að eignast Ring of Fire með Dilana úr Rockstar, Takk Eva 😀
… í fyrsta skiptið – svo ég muni – þá er ég sammála einhverju sem Jón Gnarr tjáir sig um – sjá bakþankana í fréttablaðinu síðasta fimmtudag. það besta er að þetta er nokkuð sem ég hef rætt um hérna fyrir óralöngu – ofnotkun á orðum svo að þau í raun missi marks og oft missa raunverulega merkingu sína.
jæja ég ætla að láta þetta duga í bili, ætti í rauninni að koma mér í svefn enda er langur, strangur og skemmtilegur dagur framundan 😉