jæja, daman er stödd uppi á Kárahnjúkum í heimsókn hjá hinu kjánaprikinu 😉
——-
Ferlega notalegt andrúmsloft sem er hérna þrátt fyrir pínu stress sem virðist einkenna þennan ca 10 manna hóp lögreglumanna sem leynist hérna á svæðinu líka – eða réttara sagt þá var stressið aðalega síðustu nótt enda var mikill straumur af fólki í tjaldbúðirnar hjá mótmælendunum (gott mál). Mér skilst reyndar að í þessum hópi hafi leynst ágætis hópur af breskum atv.mótmælendum og það voru víst aðalega þeir sem voru að valda einhverju stressi meðal lögreglumannanna. Mér skilst nefnilega á öllum að það sé ekkert vesen á Íslendingunum.. þar eru allir bara samvinnuþýðir og eru með friðsamleg mótmæli, í fyrra var það víst eins þar til útlendingarnir mættu, þá hófust skemmdarverkin og vesenið.
Seinni næturvaktin mín er eiginlega liðin undir lok og ekkert vesen á mótmælendum þessa nóttina frekar en þá fyrri 🙂 Reyndar var stór hópur sem labbaði hérna aðeins um og það er bara gott og blessað. Frábært að fólk nýti sér það að geta gengið aðeins um svæðið áður en það fer undir vatn. Ég skil reyndar ekki alveg þá setningu sem höfð var eftir annarri konunni sem sá um þessa göngu í fréttunum, “það er ekki of seint að hætta við“.
Fyrir mitt leiti er alltof seint að hætta við núna þar sem það er svo ROSALEGT rót á landinu hérna og þvílík mannvirki sem þessar stíflur eru. Allar 3 stíflurnar eru alveg gífurleg mannvirki, sú “minnsta” er stærri en blokkin sem SVIK/Tengdó búa í. Hvað á eiginlega að gera, bara stoppa? láta ánna renna í gegnum hjáveitugöngin sem eru í stóru stíflunni? og skilja allt eftir svona ? það myndi kosta alveg ótrúlega mikla vinnu líka að rífa stíflurnar niður 🙂
Ekki taka þetta svo að ég vilji virkja allt landið – langt í frá! fyrir mitt leiti þá er þetta alveg nóg… Mér finnst það alveg frábært framtak hjá þessum 2 konum að fara út í þessar gönguferðir um svæðið og æðislegt að það hafi rúmlega 100 manns gengið um með þeim 🙂 Mér finnst það líka alveg frábært að Ómar sé að fljúga með fólk um svæðið og gera því kleift að sjá það úr lofti.
En mig grunar að ef þessar framkvæmdir væru að fara af stað núna en væru ekki þetta langt komnar (meina það á að “setja tappann í” 1 sept og lónið að byrja að myndast upp frá því) þá efast ég um að það hefði farið í gegn og yrði gert. Ég gæti líka alveg trúað því að hérna eigi eftir að myndast rosalega fallegt svæði sem á eftir, að einhverju leiti, minna svolítið á Jökulsárlónið þar sem ísjakarnir eru á vatninu og gott ef ekki einhverjir eigi eftir að gera út smá bátacompany sem býður upp á siglingar á lóninu.. ég vona það amk.
——-
Það er svo dásamlegt veðrið hérna núna.. æðislegt að vera mest alla nóttina í ljósaskiptum (svona þar sem sólin varla sest), það eru svo fallegir litir sem myndast á himninum og fjallasýnin hérna í kring breytist með hverjum ljósgeislanum 🙂 frábært alveg hreint. Vildi óska þess að myndirnar sýndu allt sem ég sé, kemur í ljós þegar ég er búin að setja þær í tölvuna – annaðkvöld – er samt ekki búin að vera nærri því nógu dugleg að taka myndir.
Líkt og í fyrra þá fékk ég hjálm á hausinn og í stað vestisins sem ég fékk lánað í fyrra fékk ég HUGE úlpu *heh* bara fyndin.. hún er eins og kjóll á mér, væri ekki hissa þó hún myndi passa á pabba 😉 Geng hérna um eins og ég eigi heima hérna! *wrrrright* flækist fyrir og læt sem ég kunni þetta alltsaman – eða ekki. Reyni nú að láta sem minnst fyrir mér fara og rölti bara öðru hverju út á svæðið með Leifi og skoða það sem hann er að gera – eða segja hinum að gera.
Aníhú! Mér finnst bara gaman að geta eytt helginni með Leifi, þó hann sé á næturvakt 😉 Eflaust var það betra að ég valdi að koma á næturvaktarhelgi en dagvaktarhelgi þar sem það er eiginlega minna að gera hjá honum og ekki eins mikil truflun að ég sé á svæðinu.
Bara gaman að fá að kynnast aðeins báðum hliðum á þessu batteríi, vera “starfsmaður” og áhorfandi.. þó ég sé í sjálfu sér ekki að leggja neina fram neina vinnu hérna.