ég veit að nafnið mitt er ekkert gífurlega óalgengt.. en alla mína skólagöngu (6 til 19 ára) hefur aðeins 1 önnur Dagný verið með mér í bekk.. það hefur meiraðsegja verið svo að ég hef kíkt í skólasímaskrárnar og ekki fundið eina einustu Dagnýju í símaskránni (þ.e. Dagný sem fyrra nafn, pældi ekkert í millinöfnunum þegar ég var að skoða þetta), og ég var aldrei í neitt sérstaklega litlum skólum.
Það var í rauninni ekki fyrr en Sirrý vinkona kynntist Dagnýju vinkonu sinni í Kvennó sem ég fór að umgangast aðra Dagnýju, frekar skrítið 🙂
Svo núna þegar ég byrja að vinna hérna þá er hér ljósa sem heitir Dagný 🙂 ég á svoooo erfitt með að venjast því þegar hringt er og spurt eftir Dagnýju hvað þá þegar konur koma hérna og segjast vera mættar í skoðun til Dagnýjar…
Can’t help it, mér finnst þetta einstaklega skrítið 😀
Ég hef reyndar heyrt talað um barnabarn systur pabba sem heitir Dagný líka.. en reyndar er það millinafn.. minnist þess ekki að hafa nokkurntíma hitt hana.
… þetta venst samt ekki, það heita allir og amma þeirra Guðrún en mér finnst samt alltaf verið að kalla á mig og tala um mig þegar nafnið er notað:) en það er barasta allt í lagi ef ég gleymi því ekki að ég sjálf kann ekki að gera við tennur þó nafna mín sé tannlæknir;)
hahah, já æj mér finnst þetta bara ó svo vírd 😉
en ég læt mér nú ekki einusinni detta það í hug að ég gæti mögulega aðstoðað þessar óléttínur með neitt annað en taka á móti skilaboðum *heheheh* sem betur fer!!
og hinar Dagnýjar Ásturnar eru enn svo litlar að ég á ekkert eftir að rugla þeirra menntunum inn á mig strax 😉 kannski e 10 til 15 ár. mig minnir amk að sú elsta sé fædd ’86 eða ’87 en ég er elst skv þjóðskránni 😀
þú átt þó alnöfnu…
Skil þig … var alltaf eina Hafrúnin í skóla en svo kynntist ég tveimur öðrum … og önnur með sama föðurnafn og átti áðu r en hún lést strák fæddan sama ár og minn með sama nafni. Fyndin tilviljun. fékk líka ófá símtöl sem voru henni ætluð sem byrjuðu á hey við hittumst á (nafn á einhverjum skemmtistað). Svo þegar ég heyri eitthvert foreldri segja komdu hérna Hafrún þá fer ég næstum til þeirra og er ég nú samt orðinn 30 ára gömul. Verð líka stundum skömmustuleg þegar foreldrar skamma stelpurnar sínar og byrja á sko Hafrún … þó ég hafi ekki gert neitt svo óvanalegt er það mér að hafa aðrar í kringum mig. …
*comment* híhí