mér finnst það svo skrítið hvernig sumir ganga að manni eins og vísum hlut…
svo þegar maður loksins ákveður að stíga niður fæti og reyna að hætta þessari vitleysu þá er maður settur í hlutverk “vonda aðilans”. Mér finnst þetta furðuleg framkoma hjá fólki.
Það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkunum til þess að vinátta haldist, persónulega er ég búin að vera að taka rassíu í kringum mig og slíta sambandi við ýmsa aðila sem hafa verið duglegastir við það að notfæra sér það hversu bóngóð ég er.
Skrítið hvernig sumir verða hreinlega móðgaðir við orðinu “nei”.. en á móti kemur að ég mun standa uppi sem sterkari einstaklingur, eða ég vona það allavegana.
Það skiptir ekki beint máli hvernig framlögin eru frá fólki í sambandi við vinskap, ef maður vill að vinskapur haldist þá þurfa báðir aðilar að leggja eitthvað af mörkunum.. fyrir mitt leiti þá finnst mér það samt ekki nóg að sambandið frá hinum aðilanum byggist á því að biðja mann um að gera eitthvað fyrir sig (annað en að veita sér félagsskap)…
æj það er sitthvað í gangi þessa dagana sem lætur mann fara að skoða hvernig afstaða mín gagnvart vissum hópi af fólki er… nokkuð sem ég reyndar hugsaði heilmikið um á meðan ég var í dk, ræddi þetta nokkrum sinnum við Leif og hann virðist vera að sumu leiti sammála mér.. suma einstaklinga er óþarfi að titla sem vini og koma fram við sem vini þó þeir hafi verið góðir vinir manns hérna áður fyrr.. í dag falla þeir oft eingöngu undir kunningja flokkinn…
Ég veit að eftir þessa rassíu mína á ég ekki marga vini, en sá hópur sem ég valdi til þess að halda áfram að kalla vini mína eru líka vinir í raun. Þess í stað er ég rosalega rík af kunningjum 🙂
Já það er sannarlegar rétt hjá þér Dagný mín, sumir vilja ekki vinskap manns nema geta notað mann. Svo skilja þeir ekkert afhverju maður segir allt í einu “nei ” við þá og þeir eru manna firstir til að taka upp steininn og kasta honum í mann. Segja jafnvel öllum bænum havð maður er ömulegur af því að …. en kannski er tími til að segja nei og láta kasti ráða kílfu um þann vinskáp og leifa því að fara í vaskinn. MAÐUR VELUR SÉR JÚ VINI, ekki foreldra eða systkini, né aðra nákomna ættingja
Sælar.
Eins og þú sérð á mailinu mínu þá veistu hver ég er en ég kaus að kalla mig kunningi samt eftir þessa færslu sem ég veit vel að er að vissu leyti ætluð mér.
Það sem um ræðir í mínu tilfelli er langt frá því að vera bón um já að neinu leyti. Þið ákváðuð ykkar á milli að Lilja væri ekki lengur vinkona mín heldur kunningi.
Síðast þegar ég tékkaði var ég líka titluð vinkona´meira að segja í þínum linkum. En ég hef elst og nenni engan vegin einhverju drama í kringum þetta mál. Hinsvegar viðurkenni ég fúslega að ég varð sár að vita að mér var ekki leyft að vera með í gæsuninni. En þið um það . Ég hef oft beðið þig um greiða en ég myndi launa hann margfalt hvenær sem þú bæðir mig um það. Gæti ekki gert það tölvulega séð en ef þú myndir versla hjá mér fengiru “vin”afslátt en ekki kunningja. Og ég er ekki þekkt fyrir að nota fólk sem gólfmottu eins og þú orðar það. Langt í frá.
Kveðja
Kunningi
nákvæmlega… maður ræður víst engu um ættmennin en skal vanda vel þegar valið er í vinahópinn… ég hef látið ákveðna aðila ráðskast með mig allt of lengi!
mikið ofsalega er ég sammála þér!! ef þú vilt ræða þetta frekar einhvern tímann er ég alltaf til í að kíkja á kaffihús eða í ís 🙂
… og bara til að hafa það á hreinu þá ert þú einn af mínum uppáhalds kommkunningjumten!! þetta er nýtt orð yfir kunningja sem halda sambandi með því að kommenta og lesa blogg hjá hinum 🙂