Leifur tók nokkrar myndir af dótinu okkar daginn sem það kom í hús!
vel vakúmpakkað allt saman svo það fari ÖRUGGLEGA ekki á hreyfingu og blandist annarra manna dóti.. eða eitthvað álíka 😉
Dótið endaði víst á 4brettum þó það séu bara 3 þarna.. vegna þess að dýnan ein og sér var talin sem bretti *haha* sniðugt samt 🙂
mér finnst það nú alveg merkilegt hvað við náðum að safna saman af dóti þarna úti á ekki lengri tíma en þetta.. og samt ekki.. sumir hlutir raðast einfaldlega bara mjög illa í kassa. Sumir kassana voru einfaldlega léttir vegna þess hve ólögulegir hlutir voru settir þar í.. aðrir voru fáránlega þungir af því að bækur vilja einstaka sinnum vera pínu ponsu lítið þungar 😀
Annars þá gengur alveg ágætlega að koma því dóti sem við vildum fá inn í hús fyrir.. það þurfti auðvitað að fara í gegnum margt af mínu gamla dóti, henda og setja í geymslu enda er það búið að vera mitt starf síðustu daga svona milli þess sem ég “skrepp” í vinnuna, í skírnar- eða útskriftarveislur 😉 en sumsé gengur hægt en gengur samt. ég er þó búin að ná að skrúfa saman allt sem heitir húsgögn *hahah* ekki ein skrúfa eftir fyrir það dóterí.. hinsvegar er stofan samt eins og sprengja hafi fallið þar núna þar sem ég er búin að vera að tína dót upp úr sumum kössunum án þess að það eigi beint samastað enþá, *jeje* allt mér sjálfri að kenna, þessir hlutir eignast samastað fyrr en síðar.
en eins og ég sagði í uhh annarri færslu þá verður spilakvöld hérna í Birtingaholtinu í næsta vaktarhléi hjá LS 😉
Það er sko lítið mál að safna að sér dóti á stuttum tíma – þegar ég flutti út tók ég lítið sem ekkert með mér (Tv/Video+Dvd/nokkra persónulega hluti og fatnað).
Hef enga hugmynd um hvað ég ætla vera hér lengi en það verður gaman að sjá hvað ég verð búin að safna mér miklu 🙂
Kveðja frá Frederiksberg