ekki alveg 😉
LS kom semsagt heim á laugardaginn og flaug aftur austur í morgun. Stutt stopp í þetta sinn en ótrúlega margt sem við náðum að gera. t.d. skruppum við austur í Biskupstungur í bústað til SVIK 😉 alltaf notalegt að fara í sumarbústað.. (einn slíkur er sko á framtíðarplaninu okkar!), eyddum líka slatta af tíma með vinum okkar og náðum að ganga í að fá dótið okkar sent eins og ég sagði í síðustu færslu. Það er semsagt háflóð hérna í Birtingaholti, þá kassaflóð auðvitað 😉 Gengur reyndar ferlega hægt að taka upp úr kössunum enda er líka alger óþarfi að fara að tína upp úr kössum þegar engin er hirslan til þess að setja dótið í, þannig að við skötuhjúin drifum í að setja upp stóru hilluna okkar svo að við gætum lika raðað aðeins upp í stofunni og fengið þá amk einhverja hugmynd um hvernig þetta verður í framtíðinni *spennó* annars má auðvitað alltaf breyta nema að því leiti að þessi hilla er dáldið vel föst við þennan eina vegg þar sem hann er eini veggurinn sem er með nægilega “langt” svæði sem er ekki allt undir súð 😉 hinsvegar verður auðvitað hægt að færa sjónvarpið og sófana til eins og okkur hentar.
Svo kláraði ég áðan að finna eldhúskassana og kassana sem Davíð & Heiðar sendu með dótinu okkar og kom þeim beinustu leið út í skúr þannig að það varð aðeins rýmra kassalega séð hérna. Annars þá er þetta auðvitað bara eitthvað sem tekur tíma.. og verður auðvitað að fá að taka sinn tíma enda er nóg að fara í gegnum.. ég þarf líka að taka allskonar dót sem er hérna í fataskápnum hjá mér og ætti auðvitað að vera löngu löngu farið út í skúr og þá skapast þar fínasta geymslupláss fyrir t.d. föndurkassana mína 😉 og spilin okkar… LS kom nefnilega með nokkur af spilunum sínum hingað þannig að það verður hægt að spila hérna þegar þetta er komið í lag og já líka komið nóg úrval af spilum! já þetta þýðir að strákarnir geti hertekið skrifborðin undir A&A spilamennsku.. meiraðsegja stóra spilið 😉 *heheh* Annars þá ætti ég kannski að bæta einhverjum spilum við á óskalistann hérna til hægri *hmm* annars þá standa spilastokkarnir alltaf fyrir sínu 😉
Allavegana, næsta skref er að klára að festa hillusamstæðuna við vegginn, skrúfa saman eins og 3stk borð (skrifborð, sófaborð og “nátt”borð) og þá ætti manni að vera óhætt að fara að tína bækur og þessháttar upp úr kössunum ekki satt? og þá losna í leiðinni kassar undir dótið sem ég þarf að setja í geymslu 😉 gaman aðisu!
Annars þá var ég á kaffihúsi með Sirrý & Evu Hlín áðan.. aðeins að ræða sumarið og haustið 😉 þá tók ég eftir því að óafvitandi er ég búin að plana næstu 3 helgar *jeij* gaman að því.. smá fjölskylduplön þessa helgina, næsta helgi er svo Ólafsvík (já ég ætla að fara á Færeyska daga!) og svo þar næsta er LS í bænum og mér skilst að það sé eitthvað vinnudjamm hjá honum sem við bæði erum boðin í 😉
svo verður alveg pottþétt hægt að troða einhverju nýju inní þarna á næstunni 😉 annars þá er mig farið að langa svolítið upp í sveit… get eiginlega ekki beðið eftir því að komast vestur um næstu helgi.. fæ þó smá sveitafíling þar 🙂 svo er ég að reyna að sjá út einhverja helgi sem ég get farið austur í heimsókn til LS, spurning hvort ég fari þegar hann tekur næstu næturvaktarsyrpu? held að það væri dáldið sniðugt.. eða ætli það sé kannski betra að fara á dagvaktarsyrpu? æj þetta kemur barasta allt saman í ljós 😀
jæja ætli það sé ekki best að koma sér í svefn.. er ekki annars ógurlega skemmtilegt að lesa svona röfl færslu um “ég gerði þetta í dag” ?
btw næst þegar LS verður í bænum verður spilakvöld í Birtingaholti!! (hann kemur 6 júl)
jibbí…við ætlum sko líka á færeyska daga 🙂 reyndar verðum við staðsett á Arnarstapa á ættarmóti en ætlum pottþétt yfir í fjörið á færeysku enda svíkja þeir mann aldrei! ALLTAF gott veður á færeysku dögunum 😀 Sjáumst örugglega þar í mannþrönginni..!
Ooo..mig langar líka svoo að fara út úr bænum, mig langar svo í tjaldútilegu. Ég sé nú reyndar ekki fram á það þetta sumarið þar sem ég verð að vinna á næstum hverjum einasta degi :/ En ég get ekki hvartað, bara vika í Ítalíu !!! 😉
*jeij* þið látið mig vita ef þið farið á ballið í Klifi 😉
jaaa það er alltaf hægt að fara í “örútilegu” 😉 bara beint eftir vinnu á fö eða lau og heim þá á lau eða sun 🙂