tilraun #4562356256 til að skrifa blogg?
ég þrjóskast við það að fara ekki inn á bloggið mitt í vinnunni… why? jú það eru bara 2 tölvur þarna, ekki ætlast til þess að maður sé eitthvað á netinu (þó hanga þær skvísur sem eru að vinna með mér í Bubble shooter á dauðum tímum), ég fylgist hinsvegar spennt með mogganum á netinu og e-mailinu mínu 😉 þannig að endilega sendið mér nokkrar línur (nei ekki brandara og þannig heldur alvöru póst).. önnur ástæða fyrir því að ég hangsa bara inni á þessum 2 síðum er sú að þessar tölvur eru alger hró, ég er að tala um að það er WIN97 eða 98 inni á þeim!!!
Annars þá finnst mér eiginlega lítið vera að frétta héðan úr Birtingaholti.. samt er þetta fyrsta virka kvöldið í vikunni sem ég er heima!!!!
Á mánudaginn fór ég að hitta Lilju, Sirrý & Evu Hlín á kaffihúsi, við vorum reyndar hálf vængbrotnar þar sem kaffihúsið okkar tók upp á því að loka um páskana og staðurinn sem er kominn þar í staðinn fellur ekki alveg í kramið hjá fólkinu. Þannig að við ákváðum að gefa Andarunganum annan séns ( eigum smá sögu af þeim stað frá því fyrir lange bange) og viti menn við fengum bara fínustu þjónustu þar, sátum einar í einhverju bakherbergi þar sem það var enn verið að servera mat í fremri salnum og mátti þar af leiðandi ekki reykja þar.. og verður maður ekki að taka tillit til reykhlutans stundum ha? 😉 Allavegana frábært kvöld þar á ferðinni þar sem við skvísurnar spjölluðum um allt mögulegt og nutum þess að hlægja 🙂
Á þriðjudaginn átti svo LS afmæli, því miður var hann uppi á fjöllum þannig að ég fékk ekki að óska honum til hamingju með daginn nema í gegnum síma og tölvu :hmm: jæja við höldum bara upp á það e-n næstu daga í staðinn 😀 þar sem jú það er bara 1 vinnudagur í að hann mæti í borgina *jeij* hlakka til 😀 Um kvöldið fór ég í mat til tengdó enda voru mættar á landið Dúddí, Vibe og Hanna danaveldisfrænkurnar. Mjög gaman að hitta þær allar (ég hef reyndar aldrei hitt Hönnu áður enda býr hún í Svíþjóð), og auðvitað tengdafamilíuna líka 😉
Í gærkveldi fór ég svo með Iðunni í vinnupartý hjá henni… eða 60 ára afmæli vinnustaðarins.. helling af fólki, fullt fullt af pinnamat, Diddú, Hvanndalsbræður (aka snillingarnir, ef einhverjir eiga diskana Út úr Kú eða Hrútleiðinlegir með þeim má sá hinn sami láta mig vita.. þeir eru nefnilega uppseldir hjá útgefanda) og svo voru Stebbi og Eyvi sem við uhhh nenntum ekki að hlusta á o:) svo tók við hið klassíska spjall fyrir utan á Njallanum 🙂 merkilegt hvað maður getur alltaf kjaftað!
Það nýjasta er svo að við fengum bréf í gær frá Samskipum með tilkynningu um að dótið okkar væri komið, ekki nóg með það heldur kom það til landsins þann 060606!! og við fengum tilkynningu um það fyrst í gær!!! þetta er nú ekki alveg.. þeir sendu það líka inn í Álfheima, eina heimilisfangið okkar sem Samskip fengu ekki uppgefið! merkilegt nokk.. en þeir gátu hinsvegar sent okkur reikninginn hingað í Birtingaholtið *hahah* alveg brilliant!
Allavegana dótið okkar ætti að komast í okkar hendur e-n tíma í næstu viku, þegar búið verður að tollafgreiða það og svona spreða smá aurum.. verst að LS verður sennilegast farinn á fjöll þegar það gerist… ojæja ég skrúfa það sem þarf að skrúfa saman þá bara sjálf eða hillurnar í samvinnu við pabba og mömmu, það var nú ekkert smá verk í haust þegar við keyptum þær, sem betur fer voru tengdó í heimsókn til þess að aðstoða okkur. Þetta þýðir reyndar líka að við komum sennilegast ekki til með að koma okkur alveg fyrir fyrr en seint og síðar meir.. jæja fáum allavegana stofu á næstunni!! og sófaborð 😉
Annars er allt í kássu hérna inni í stofu… er búin að ýta öllu saman í eina hrúgu, skrúfa hillufestingar af veggjum og pakka niður öllum bókunum sem ma&pa eiga hérna uppi *múhahaha* yfirtakan er hafin 😉 ég er semsagt LOKSINS að fara að mála veggina *hóst* sluxi ég veit 😉 ofninn er samt tímafrekastur og hann er svo til tilbúinn!!! já og Lilja Huld er búin að samþykkja litinn sem er á leiðinni upp á vegg *hahaha*
Annars þá hlakkar mig óendanlega mikið til að komast í myndirnar mínar og allt föndur dótið!!! ég get þá byrjað að skrappa úr danaveldisævintýrinu og haldið áfram eitthvað með útsaumsdótið mitt 🙂
Jæja þetta varð mun lengra en ég bjóst við…
Ég fékk senda mynd áðan, vissara að fá mynd sko svo að maður þekki manninn sem maður á að sækja út á flugvöll á laugardaginn 😉
*hóst* ég á “hrútleiðinlegir” og “út úr kú” 🙂 þá vantar mann bara “ríða feitum hesti”
hey … ég var að senda þér póst og það kom til baka melding um að þú værir með yfirfullt pósthólf.
“Sorry, your message from to could not be delivered. The specific error is: No Storage Space”
laga takk 😛
Ætli að hann hafi gleymt rakvélinni?
Iðunn, máaaaaaaaaaaaa ég fá öryggisafrit?????? bara á mp3 formi er fínt 😉
Inga, neiiiiii ég efa það nú.. þú veist að hann á það til að sleppa þessu *Heheh*
Hva þetta fer honum alls ekki illa látið ekki svona, hann er bara svo sætur svona. Viðrist vera svo upptekinn af vinnunni að svona smáatriði skipta ekki stóru máli, allavega ekki upp á fjalli. ( á meðan hann þekkist frá hinu féinu þá held ég að þetta í góðu lagi.he he )