hmm þátturinn hennar Mörtu Stúart er í sjónvarpinu, þar var hún að tala við einhvern um eitthvað sem þær kölluðu “socklets” og að Marta bæði alla um að fara úr skónum þegar þeir kæmu í heimsókn EN væri með svona “socklets” fyrir alla gesti svo þeim yrði nú ekki kalt á táslunum eða rynnu til á gólfinu or sum.. pínu fyndið 🙂
Allavegana ég var ekki alveg að finna það út í hausnum á mér hvað í ósköpunum ameríkaninn kallar “socklets” þar sem hún var að segja eitthvað um að það væri svona gúmmí á sólunum á þessu svo að fólk myndi ekki “loose their feets” humm það eina sem ég man eftir með gúmmíi á sólunum eru nú bara venjulegir sokkar, auðvitað stórsniðugir fyrir lítil kríli þegar þau eru að byrja að labba og svona og ég hef líka heyrt af sokkabuxum sem eru með svona á hnjánum svo að það sé “auðveldara” fyrir krílin að skríða á parketinu skoh 😉
Allavegana það fyrsta sem ég fæ upp þegar ég gúgla socklets er þetta.. spurning um að taka upp prjónana *hahaha* ég sé reyndar ekki mikinn tilgang í svona dóti sko 😉
fann svo út aðeins síðar að þetta var bara það sem ég hélt.. það sem við köllum venjulega sokka með stömu undir (reyndar held ég að í þessu tilfelli að þetta séu bara svona öklasokkar, but who cares)