ég er búin að ætla mér að senda eitthvað meira en örblogg hérna inn í marga daga.. einhverra hluta vegna þá kem ég engu frá mér þó svo ég sé búin að skrá mig inn og opna “rithaminn”..
það hefur einhvernvegin ekkert verið að gerast.. bara vinna og sofa 😛
jú ég frétti reyndar af því á þriðjudaginn að Una sjúkraþjálfari væri að gifta sig þá um kvöldið, til hamingju með það Una & Bjössi 😉 Ég og mamma tókum okkur til og sendum þeim skötuhjúum skeyti (Una var sko sj.þj. hennar múttu) og daginn eftir fæ ég símtal “Dagný, ert þú komin til landsins?!” frá frúnni.
Þau turtildúfurnar eru búin að vera “á leiðinni” í langan tíma að láta að pússa sig saman en alltaf var eitthvað annað sem hafði forgang hjá þeim (eins og svo mörgum öðrum) en þau ákváðu að klára dæmið, sögðu allri familíunni að þau ætluðu til sýsla þennan dag og fengu svo alla til þess að koma með sér út að borða um kvöldið til þess að fagna dæminu 😉 sniðuga parið! nema að þau fóru aldrei til sýsla heldur fengu þau prest til þess að mæta á veitingastaðinn og gifta þau þar! enginn vissi af því og því náðu þau að koma ÖLLUM á óvart.. alveg brilliant! svo héldu þau svaka partý í gærkveldi sem ég gæti best trúað að sé nýlokið, svo mikið var stuðið á fólkinu þegar ég yfirgaf staðinn 🙂
Ferlega gaman að sjá fólkið aftur.. reyndar mættu ekki allir úr SR en ég hitti Þorgeir og Guðrúnu að ógleymdri frú Unu 😉 ég var alltaf á leiðinni að heimsækja þau þarna áður en ég fór að vinna en kláraði það víst aldrei og svo er ég núna að vinna akkúrat á vinnutíma þeirra allra 😉
Allavegana það var alveg gomma af fólki í þessu partýi og auðvitað voru þau sett í “hvortgerirhvaðoftar” brúðarleikinn 🙂 og fólk hélt ræður um þau og svo framvegis, alveg eins og í þessum “normal” veislum, ekki það að þessi hafi verið eitthvað óvenjuleg nema auðvitað að því leiti að hún var haldin nokkrum dögum eftir brullaupið sjálft.
Allavegana snilldar kvöld, snilldar hugmynd hjá þeim og til hamingju aftur Una & Bjössi.
Þetta ár ætlar að byrja brúðkaupshrinuna ágætlega.. ég veit um 2 önnur brúðkaup í ár.. og svo veit ég af einu sem er verið að plana næsta sumar 😉 svo eru þónokkur pör í kringum okkur búin að setja upp hringa en engar opinberar dagsetningar settar fram.. þannig að það verður nóg að gera á næstunni í þessum bransa 😉