Jæja þá er fyrsta vikan á Kárahnjúkum að verða búin. Hér er mestmegnis sama fólkið og í fyrra. Það er gaman að hitta liðið aftur eftir níu mánaða “frí”.
Ég var á dagvakt í nótt en skipti á næturvakt í kvöld svo þetta verður ansi langur vinnudagur hjé mér eða 22 tímar með tveggja tíma pásu. Það er svoldið einmanalegt að vera einn í eftirlitinu á nóttunni. Reyndar tvær stelpur í grautunareftirlitinu hinumegin en maður sér þær lítið. Ég kem til með að vinna 15 daga í einu og svo 6 daga í frí. Þetta þýðir að maður fær allavega helgi í hverju vaktahléi. Gæti reyndar verið svoldið erfitt að vera svona lengi í einu frá hinu kjánaprikinu en það verður bara að koma í ljós.
2 thoughts on “Fréttir af Kárahnjúkum”
Comments are closed.
SVIK verða á svæðinu 21.-26. júlí ásamt fleirum skrýtnum jarðfræðingum.
Ég verð einmitt að vinna þá 🙂