eða er hann ekki núna ???
við turtildúfurnar erum semsagt komin heim… Við sögðum semsagt ekki neinum frá réttri dagsetningu nema foreldrum okkar allt í þeim tilgangi að geta komið Sigurborgu á óvart á útskriftardaginn hennar 🙂 gáfum henni semsagt í útskriftargjöf að mæta í útskriftina hennar, ómetanlegt að hafa náð að halda þessu leyndu í allan þennan tíma 😉 Getið ekki ímyndað ykkur hversu erfitt það var að segja nákvæmlega ekkert við þá sem standa okkur næst, ég vona bara að þið fyrirgefið okkur öll 🙂 ekki það að við treystum ykkur ekki kæru vinir, vildum bara ekki eiga það á hættu að geta ekki komið Sigurborgu á óvart.. enda var ALLT gert til þess, sendum henni meiraðsegja SMS af netinu í miðri útskrift til þess að hana myndi enganvegin gruna að við sætum inni í stofu og biðum eftir henni þegar hún kæmi heim 🙂
Annars á komum við semsagt heim með kvöldvélinni á föstudaginn (26.maí), eftir svotil engann svefn enda vorum við að pakka allan fimmtudaginn og fram undir morgun… lögðum okkur í pínu litla stund um 6 leitið um morguninn og svo var hafist handa við að reyna að nýta ryksuguna okkar eins og við gátum þar til að fluttningabíllinn kæmi til að ná í dótið okkar. þetta var alveg ferlega skrítinn tími. Ég hef aldrei áður (amk ekki svo ég muni) sofnað fyrir flugtak! við sofnuðum meiraðsegja bæði fyrir flugtak. Sem betur fer var flugvélin ekki full þannig að það var ekkert mál að sofa 🙂
Síðustu dagar hafa liðið ferlega hratt og við eytt þeim að mestu með fólkinu okkar og í að SOFA 😉 tókum okkur reyndar til í dag að redda kartöflugarðinum hjá mömmu og pabba *hehe* stungum upp allan garðinn og settum niður kartöflur í leiðinni bara dugnaður í gangi 😀
En það er dásamlegt að vera komin heim, við fáum bæði nokkra daga í sumarfrí í þessari viku. Leifur fer svo upp á Kárahnjúka á föstudaginn og verður sennilegast í 11 daga (þannig var það í fyrra) (-uhh 11 daga í einu 😛 -). Ég byrja að vinna á fimmtudaginn þannig að það virðist allt vera að gerast á sama tíma 😉
Allavegana við erum komin heim, tilbúin í kaffhúsaferðir, spilakvöld, dinner og svo að ógleymdum útilegum (sérstaklega þegar LS kemur heim í “helgarfrí”)
gömlu símanúmerin okkar eru virk þannig að allir eiga að hafa þau 😉

Stúdentarnir Sigurborg & Robbi (ljósm. SVIK)
ég hefði pottþétt kjaftað, það er nefnilega svo ríkt í mér að kjafta leyndarmálum og við sigurborg erum líka alveg “likethis”. 😉
Eníhú: velkomin heim 🙂
Nei það var nefnilega svo sniðugt að fólk var að kommenta á færslurnar eins og þið kæmuð ekki fyrr en eftir útskriftina, þá útilokaði ég alveg að þið væruð eitthvað að plata mig 😉 Nú á ég örugglega alltaf eftir að halda að þið ætlið eitthvað að koma mér á óvart með allt 😉
Velkomin heim :o)
11 dagar segirðu? Think again my friend! Once your on the mountain you stay on the mountain!
Jahérna hér! Mikið líður nú tíminn hratt. Mér finnst örstutt síðan ég las hér á blogginu að þú ætlaðir að skella þér með kallinum til DK og nú er árið liðið og þið bara aftur komin á Klakann.
Kveðja frá Baunalandi 😉