ég er að fara að hitta Skodsborgar fólkið mitt í síðasta skipti (mjög líklega EVER) í kvöld. Þetta ætti að verða dáldið spennó, það var nefnilega smá fíla í gangi í sumum síðustu vinnuhelgina (ekki út í mig samt).
Við ætlum að fara á stað sem heitir Mongolian Barbecue eða eitthvað þannig og er niðrí bæ. Ég hef bara 1x áður smakkað þannig og það var á kínverskum/mongólskum veitingastað í Lyngby um páskana.. sko sá matur var dáldið skrítinn og hálf bragðlaus! maður velur sko kjöt, grænmeti og sósu og fer svo með diskinn til einhvers gæja sem svissar þetta fyrir mann (allavegana á þessum stað sem við fórum á síðast) og svo fær maður þetta allt í einni hrúgu á diskinn sinn. Ekkert gífurlega girnó en alveg ætt 😉 mér skilst reyndar að þessi staður sé eitthvað voða fansí í sambandi við þetta 🙂 þannig að eflaust verður þessi matur betri!!!
Ætla að taka myndavélina með mér og næ vonandi myndum af öllum, spurning um að skella einum pakka til viðbótar í framköllun??? *Heheh* held að pósturinn verði alveg spinnegal á okkur *hahaha* bara gaman!!!
later ppl!!!
Mmmmm, mér finnst svona matur svo góður 😉 Samt svolítið fyndið að ná sér í þetta allt frosið og horfa svo á gaurinn svissa þetta á hellunni.
hehe, já það er alveg hárrétt!!
þessi matur var reyndar mun betri en sem við fengum þarna um páskana.. svo var líka svo skemmtileg stemmning!
10 einstaklingar að vinna saman í danaveldi og ekki einn þeirra danskur!!!! því að yfirmaðurinn komst ekki sem er eini daninn sem ég var að vinna með *Hehe*