ég fékk þennan link sendan áðan..
finnst þetta frekar fyndið.. er þetta sár einstaklingur eða væri þetta húmor??
Ég viðurkenni það fúslega að ég kaus í fyrsta skipti í þessari símakostningu núna á fimmtudaginn.. hefði eflaust ekki gert það nema afþví að mér fannst það vera svona once of a life time dæmi að geta kosið ísland 😉 þó ég hafi aldrei verið neitt sérstaklega hrifin af frk Silvíu Nótt.. þá fannst mér hugmyndin um að senda svona lag bara brill, “hún” reyndar gekk aðeins of langt í sínum ham og móðgaði annsi marga. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því að þetta er bara hlutverk og mér fannst Ágústa Eva vera alveg frábær að geta haldið sér í þessu hlutverki í svona langan tíma. Alls ekki allir sem geta þetta, EN brandarinn búinn og mig grunar sterklega (eins og mjög marga aðra) að fröken Silvía Nótt verði ekki langlíf 😉
Góða skemmtun í kvöld þið sem eruð að fara í júrópartí og auðvitað allir hinir 😉
Það var víst planið hjá henni að drepa karakterinn algjörlega eftir Eurovision, hvernig svo sem henni myndi ganga í keppninni.
æj ég er ekkert hissa á því og í raun mjög góð tímasetning 😉