——–
Ég þoli það stundum ekki þegar ég ligg upp í rúmi og er að reyna að sofna hvernig hugurinn fer á fulla ferð að hugsa um allt og ekkert!!
Lenti í þessu í gærkveldi, lá bara undir sænginni minni og var að reyna að sofna en nei hugurinn var svo upptekin við að hugsa um furðulegustu hluti.. hluti sem ég man ekki einusinni í dag!
Held að þetta hefði verið aðeins annað ef ég hefði verið að planleggja sumarið 😉 hugsa út í allar útilegurnar og litlu ferðirnar sem mig langar að fara í.
En nei.. daman lá bara upp í bælinu sínu og hugsaði um litla hluti sem skipta litlu sem engu máli og sofnaði seint og síðar meir…
——–
Við skötuhjúin erum búin að vera að fara í gegnum hluta af myndunum okkar.. eða réttarasagt Leifs myndir. Bunkann sem hann tók árið 2004, ss myndir sem teknar voru þegar við vorum að kynnast og svona 😉 ferlega gaman að fara í gegnum þær. Þvílíkt minningamagn sem poppar upp þegar maður flettir í gegnum svona og hvernig í ósköpunum er hægt að koma þessum minningum niður í svona fáar myndir!!! erum núna með möppu sem inniheldur tæplega 500 myndir :blush: Hluti af þeim myndum er reyndar tímabilið mars – maí 2006 og nokkrar myndir sem pabbi tók af íkveikjunni heima (þegar kveikt var í bíl fyrir utan húsið heima – nei þessi bíll tengist okkur ekkert).
Ég ætla svo að fara í gegnum myndirnar sem við höfum tekið frá því 26 ágúst 2005 fram til dagsins í dag, framkalla einhvern bunka svo ég hafi úr nógu að moða þegar ég fer í skrappham *Heh* nei ég er búin að vera ferlega ódugleg við þetta, en í hvert skipti sem ég fer inn í Panduro fer ég auðvitað alltaf beint í pappírsdeildina að skoða, í hvert skipti þarf ég að halda aftur af mér að kaupa ekki þetta eða hitt því það væri svo sniðugt í skrappið!! ég hef reyndar látið ýmislegt eftir mér.. aðalega pappír samt. Ég ætla mér nú samt að búa til eitthvað flott albúm tengt tímanum hérna. Svo er alltaf möguleikinn fram í ágúst að framkalla meira og plata Slauguna til að taka með heim *múhahahaH* er þaggi annars Slaugan mín ?
——–
Mér finnst það vera eitthvað svo óraunverulegt hversu stutt er eftir, ég einhvernvegin kem mér ekki í að byrja að setja ofan í kassa, kannski er það vegna þess að það eru alveg tæpar 2 vikur eftir af prófum hjá LS ? gæti velverið. Ég held reyndar að það sé ekkert ólíklegt. Það eru þó komnir einhverjir kassar hérna inn á gólf (þarf reyndar að fara aftur í IKEA að kaupa fleiri), búið að senda tilboðsbeiðni til Samskipa þannig að ferlið er allavegana byrjað.
Já Dagný mín þetta eru skelfilegar stundir og pirrandi þegar þær koma upp einkum ef maður á að mæta í vinnu daginn eftir. Ég lenti meira segja í þessu í gær og það sem verra var að það kom upp hlutur sem mér þótti svo leiðinlegur og það pirraði mig enn meir og ég var orðin svo reið innra með mér að það´tók mig um tvo tíma að róa mig. takk fyrir —– skelfilegar stundir. Svo mer finnst gott að vita að þetta er ekki bara hjá mér 🙂
heh, já þetta getur verið frekar mikið erfitt stundum..
sem betur fer er ég í fríi og þarf ekkert að vakna í vinnnu *hehe*
vonandi fer þetta að lagast hjá þér frænka 🙂