útsaumsraus
ég tók síðasta sporið í stóru kisumyndinni sem ég fékk í jólagjöf seint í gærkveldi 🙂 þá er bara næsta skref að ákveða hvað skal gera við hana *Haha* reyndar er í pappírunum sem fylgdu með bæði leiðbeiningar fyrir innrömmun og líka hvernig maður á að búa til “simple cushion cover” ætli ég endi ekki bara á því að búa til púða úr þessu 😉
Þessi mynd er reyndar aðeins öðruvísi en þær sem ég hef verið að sauma undanfarið því að myndin var máluð á strigann og myndin saumuð með svokölluðum Körfusporum (petit point).
ég veit ekki hversvegna en þó mér þyki alveg óskaplega gaman að gera svona myndir þá sé ég reyndar ekki heimilið mitt með alla veggi fulla af myndum saumuðum af mér 😉 ég veit hinsvegar að ég á eftir að búa til einhverskonar fæðingastrengi [-1-][-2-] þegar (og ef) ég verð mamma handa börnunum mínum og mjög líklega á ég eftir að sauma líka einhverja brúðarmynd þegar og ef ég gifti mig.
—-
myndir
ég var að bæta við myndum í myndaalbúmið.. ekkert merkilegt svosem bara svipmyndir í apríl, myndir sem hafa ekki alveg átt heima í sér albúmum og þessháttar 😉
jú bætti líka við í myndaalbúmið okkar Leifs og svo nokkrar sem ég/við tókum í dag 🙂
—-
Annars þá er mest lítið að frétta héðan, eins og ég sagði í gærkveldi þá er Davíð búinn að vera hérna alla helgina og þeir Leifur búnir að vera að vinna í verkefni sem þeir eiga að flytja á morgun.
Ég er búin að vera að telja niður dagana sem ég á eftir að vinna á hótel Skodsborg og viti menn þeir eru bara 4 (mögulega 6 ef það vantar mannskap um helgina – frekar ólíklegt samt). Vinn á morgun og svo ekkert fyrr en helgina 12-14 maí 🙂 Málið er nefnilega að ég á inni einhverja sumarfrídaga frá því í fyrra og ákvað að nota þá frekar í frí til þess að reyna að gera eitthvað af viti í sambandi við undirbúning fyrir fluttningana heim og þessháttar heldur en að fá þá bara greidda út. Mér skilst reyndar að ég eigi ekki að loka bankareikningnum hérna fyrr en í fyrsta lagi eftir rúmt ár! þar sem ég fæ sumarfrídagana sem ég er búin að vinna mér inn á þessu ári borgaða þá.. hey ég á þá virkt dankort með ogguponsulitlum aur inná og get skroppið til DK e-n tíma næsta sumar *haha* smá húmor í þessu, verður að vera með!
Mér er að takast að telja Leif á að fá okkur bílaleigubíl í ca viku áður en við förum heim.. það væri ljúft! ég er búin að vera að skoða verð og annað, sýnist vera hagstæðast að fá bíl í gegnum Fylki og láta senda pappírana bara til ma&pa og fá þau til að senda okkur þá svo (þeir nefnilega eru með samning við eitthvað fyrirtæki hérna úti og eitt af skilyrðunum er að viðkomandi sé ekki með heimilisfang í dk eða svo segjir allavegana á síðunni)..
Annars þá strandar þetta eiginlega á því að við erum ekki búin að ná á Vibe & Carsten til þess að fá upplýsingar um hvernig við getum skilað dótinu til þeirra. Þurfum nefnilega að vera búin að tæma 31.maí! já það þýðir að við komum heim í maí! og það þýðir líka að það er innanvið mánuður eftir!!! Ef þau geta náð í dótið á sendiferðabílnum sem Pagunette á eins og þau gerðu þegar þau komu með dótið þá verður þetta ekkert mál 🙂 annars þá erum við að melta það hvort við eigum að leigja okkur stærri bíl eða jafnvel sendiferðabíl í 1 dag líka.. annars myndum við bara leigja minnsta bílinn í viku 🙂
jæja ég ætla að fara að sulla einhverju saman í pott, gefa námsmönnunum eitthvað að borða 🙂