Ég er búin að hugsa mikið til Olla afa undanfarna daga.. enda var akkúrat ár liðið frá því að hann fór núna fyrr í vikunni.. hef bara ekki haft mig í að birta þetta fyrr…
myndin er fengin að láni af síðunni hjá Eir frænku ©Fannar&Rán
Ég er enn að átta mig á því hversu skrítið mér fannst að vera þarna á spítalanum í Hólminum þegar hann var að skilja við. Mér fannst ég vera svo ein og vanmáttug.. veit samt vel að ég var alls ekki ein, það var rosalega mikill friður yfir herberginu og allir sem voru þarna studdu alla. Ég var reyndar yngst af þeim og “óreyndust” í þessum málum ef hægt er að segja það.. systkini mömmu voru þarna öll og Kolla mágkona mömmu, sem og Helga frænka og Vífill frændi.. ég man ekki hvort við vorum fleiri af barnabörnunum.. man bara að ég er svo fegin því að Helga frænka skipaði mér að koma upp í Borgarnes og vera samferða henni og Vífli inn í Hólm til afa.
Afi var svo ólíkur sjálfum sér enda búinn að grennast slatta, líka búið að taka úr honum gervitennurnar.. það vantaði líka glottið hans og húfuna.. ég sakna afa heilan helling, ömmu Helgu líka.
Þetta var ferlega skrítið tímabil, mamma og pabbi voru í heimsókn hjá Ástu frænku í TX þannig að það kom í minn hlut að segja mömmu að afi væri farinn. Ég var hálf eirðarlaus og var ekki alveg að átta mig á því að þetta væri búið. Ég er nokkuð viss um það að afi hafi bara verið fegin því að fá að fara, fá loksins að hitta ömmu Helgu aftur.
Hjúkkurnar voru reyndar búnar að vera að segja við systkinin að það væri stutt eftir í nokkra daga, þær systur hafa líka sagt að það væri eins og afi væri að bíða eftir einhverjum.. hópurinn sem var þarna samankominn var náttrúlega ekki heildin hans Afa.. þau voru ekki öll þarna systkinin því það vantaði mömmu… þær systur minntust á það á meðan við vorum að bíða eftir prestinum eftir að afi var dáinn, að það væri eins og afi hefði verið sáttur við það að fá tengingu við mömmu.. þá hefði hann getað slappað af og skilið við. Mér þykir óendanlega vænt um þessi orð..
æj maður er stundum svo eigingjarn á þá sem manni þykir vænt um… maður vill hafa alla hjá sér alltaf, en það er víst ekki alveg hægt, og þó… þeir sem manni þykir vænt um eru alltaf hjá manni.. í minningunum, í hjartanu og í huganum.
Mér finnst þú rosalega heppin að hafa getað kynnst afa þínum svona vel og hafa fengið að hafa hann svona lengi. Ég náði ekkert að kynnast afa mínum í Ólafsvík, enda dó hann ungur, og amma fór þegar ég var bara 8 ára.
tad er alveg rett, madur fær ekki alltaf ad kynnast folkinu sinu… eins og t.d. føduramma min og afi voru einmitt bædi farin tegar eg var 8. en tad er bara svona.. madur er stundum eigingjarn 😉
Ég fór nú næstum bara að skæla við við lesa þessa fallegu færslu! 😉
takk Eva :-$