Fuglatíst, hlátur, páskaegg, meiri páskaegg, bros, púkaglott, spjall, spil, túristaleikur, að ganga í barndóm, Tópas, rauðvín, Íslenski fáninn, meiri hlátur, tár, H&M, strætó, lestar, Tivolí, Bakken, Rússíbanar!, kítl í mallakút, klippikort, myndavélar, rigning, sól, GULUR þristur (þá á ég ekki við nammið), málshættir, lambalæri, pönnukökur, sígópásur og vísa frænka!
þessi orð og orðasambönd eru svo einkennandi fyrir síðustu vikuna.. alger snilld. Það var svo gaman að fá stelpurnar hingað 😀
Brölluðum ýmislegt eins og sjá má á listanum hérna uppi.. vikan var ótrúlega fljót að líða enda alltaf bros á vörum og við nutum þess að eyða tíma saman.. á tímabili vorkenndi ég Leifi fyrir að sitja uppi með okkur þrjár (á tímabili á föstudeginum var meiraðsegja séns á að við yrðum fjórar) við gerðum svo mikið af því að hlægja að gömlum minningum og einkahúmor sem aðeins við í gamla vinahópnum þekkjum. EN það er bara svona 😉
Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja.. ég glotti bara þegar ég hugsa til þessa tíma.
Við tókum alveg hellings helling af myndum en aðeins brot af þeim fengu grænt ljós á að birtast á vefnum 😛 og má finna þær á myndasíðu vinahópsins – set eitthvað af myndunum sem teknar voru á mína myndavél við tækifæri á síðuna okkar.