hvað er að gerast eiginlega… ég er hérna búin að hanga í símanum síðan ég mætti til að afboða fólk… sko… Una er veik & sonur Guðrúnar er veikur þannig að ég þarf að hreinsa dagskránna hjá þeim í bili… svona er þetta bara… annars þá er voðalega rólegt hérna hjá okkur í dag… Gauti er einn að vinna af þjálfurunum… það er samt dáldið kósí 🙂
get verið að dunda mér við að gera mín verk og enginn að reka á eftir mér eða biðja mig um að gera þetta eða hitt.. það er bara þægilegt… sérstaklega eftir gærkveldið! ojoj
ég fór á VVM upptöku, þá síðustu að mér skilst sem LIONS kemur að á þessu ári. gólfið þarna uppi er soldið óslétt og mér tókst að misstíga mig.. fá pínu slink á bakið… það var svosem alltí lagi EN aftur á móti þá voru bekkirnir ekki alveg að gera neitt fyrir bakið á mér og er ég því núna að drepast í bakinu og á engar verkjatöflur *grát* bíð eftir hádeginu!!! munaði sko ekki miklu að ég hefði hringt mig inn veika í morgun… En ég hugsaði bara frekar að mæta og fara heim þá ef þetta gengi ekki upp… sjáum hvað verður úr því…