….fer Hur alveg einstaklega í taugarnar á mér…
Hur er sko kompaníið sem sér um samgöngukerfið hérna á stór Köben svæðinu… það er reyndar lítið mál að stóla á lestirnar, svona yfirleitt en þessir bévítans strætisvagnar.. úff ég varð ekkert smá pirruð í morgun, þar sem ég þarf að stóla algerlega á það að þeir séu á réttum tíma svo að þessir 3 vagnar sem ég þarf að taka í vinnuna passi saman (reyndar þá er ekkert mál þó svo að vagn nr 2 sé eitthvað seinn því að ég þarf alltaf að bíða í korter eftir vagni 3 😛 ). Í morgun vildi nefnilega svo skemmtilega til að ég var mætt út á stöð fyrir hálf 8, vagninn kemur 34.. ég beið og beið og beið aldrei kom vagninn (það er allavegana erfitt að segja að vagninn hafi verið á undan áætlun þar sem ég var það líka 😉 ) endaði með því að rúmum 10 mín eftir að hann átti að vera kominn gafst ég upp og náði í hjólið mitt og hjólaði eins hratt og ég gat upp á holte st. hey ég hafði bara 6-7 mín frá því að ég gafst upp þar til vagn nr 2 átti að fara þaðan.. ég rétt slapp inn.. en djö var ég pirruð í morgun! eini plúsinn við þetta er sá að ég vaknaði almennilega við hjólatúrinn *hehe*
… finnst mér miklu þægilegra þegar gestirnir á hótelinu einskorðast af ráðstefnugestum (það eru ráðstefnusalir á hótelinu og oft er hótelið með 85%+ nýtingu á herbergjum þökk sé ráðstefnum sem haldnar eru þarna, allavegana yfir vetrartímann). í dag lenti ég nefnilega í því að þurfa að bíða í lengri tíma eftir því að fólk færi út úr herb. svo ég gæti klárað minn vinnudag.. einstaklega leiðinlegt að hanga og bíða eftir því að tíminn líði :hmm: sérstaklega þar sem ég fæ bara borgað fyrir þann tíma sem á að taka að þrífa herbergin!!! ég þarf að gefa góða skýringu ef ég skrái lengri tíma en gefinn er fyrir þessi ákveðnu herbergi! t.d. í dag var ég bara skráð með 12 herbergi og þar sem flest voru “dveljandi” gestir þá fæ ég ekki nema 3 tíma (stuttur vinnudagur I know) eennnnnnnnn þar sem hluti af gestunum gat ekki komið sér út þá þurfti ég að bíða í klukkutíma eftir að geta klárað. plúsinn er reyndar sá að í stað þess að fá bara 3 tíma borgaða þá Á ég að fá 5 tíma borgaða.. kemur í ljós um næstu mánaðarmót hvort ég sé að fara að ibba gogg eða ekki *Hehe*
… langar mig alveg ógurlega mikið að skreppa á klakann í eina kvöldstund og fara á Ara með stelpunum eða bara sitja heima og spjalla við fólkið mitt.
… skil ég ekki alveg hvað fólk er að pæla, eða réttarasagt hvað fólk var að pæla hérna fyrir uhh um 50 árum síðan þegar afi seldi hluta af lóðinni sem hann átti í kringum Birtingaholtið (húsið sem pabbi og mamma eiga í dag). Málið er nefnilega að fyrir já um 50 árum síðan seldi afi land til einhvers fyrirtækis sem heitir/hét Goði. Þetta fyrirtæki sá svo um að byggja blokkirnar sem eru meðfram Hringbrautinni milli Framnesvegs og Meistaravalla (man reyndar ekki hvort afi hafi átt allt þetta landsvæði eða ekki, en ég veit að hann átti allavegana megnið af því) og blokkina sem er fyrir neðan hjá okkur (ss Framnesveg 55 og 57). Eigendur þessa fyrirtækis ætluðust til þess að Birtingaholtið myndi fjúka líka og þessvegna er F57 byggt svona asnalega og ALVEG upp í Birtingaholtið og útsýnið út um eldhúsgluggann og herbergisgluggann minn svona ógurlega fallegt *hóst* Allavegana það eru til teikningar af þessu húsi sem átti að koma í stað Birtingaholtsins.. fine það er ekkert að því EN hinsvegar finnst mér það ferlega hallærislegt að þetta séu “opinberar” teikningar sem sendar eru út með grenndarkynningu í nágrennið. Við hinsvegar eigum teikningar sem samkvæmt Byggingafulltrúa eru réttar teikningar þar sem lóðamörkin okkar eru skýr inná.
Annars þá sendu pabbi og mamma bréf til Skipulagsfulltrúa í sambandi við þessa grenndarkynningu þar sem þau bentu á að það væri eflaust betra að senda réttar teikningar af svæðinu út… frekar fyndið að eftir að Skipulagsfulltrúi fékk bréfið þá stöðvuðust allar framkvæmdir við þessa tilteknu blokk sem var verið að gera við og þessar viðbætur eiga við, en væntanlega eru þær komnar af stað aftur þar sem málið er víst frágengið skv linknum sem ég setti inn þarna áðan 🙂
Það er rosalega gaman að sjá að það eru til pappírar heima tengdir Birtingaholtinu alveg frá upphafi, meiraðsegja eru til pappírar sem tengjast lóðinni eingöngu! alger snilld!
jæja ég ætla að hætta þessu röfli 🙂
veit ekki hversu mikið verður sent inn hérna næstu daga þar sem Sirrý & Ása eru að koma í heimsókn á morgun!!!! *jeij* þær ætla að vera hérna hjá okkur yfir páskana og hjálpa okkur að éta þessi 4 páskaegg sem sitja hérna upp á hillu plús eggið hennar Sirrý og hmm ætli Jóhanna hafi sent egg handa Ásu líka ef svo er þá segji ég bara óboj 6 egg! það verður allavegana nóg af íslensku súkkulaði og íslensku nammi á páskadag!
… og ég er búin að teikna upp munstrið af myndinni sem mig langar svo að sauma 🙂
…. að lokum:
Jú jú ég sendi Ásunni minni páskaegg
góða skemmtun um páskana
Jóhanna
Þú ætlar sum sé að fara að sauma ykkur út – ekki satt? Góða skemmtun um páskana með stelpunum.