Það er dáldið skrítin tilhugsun að við skötuhjúin getum fylgst með lengd sambands okkar í gegnum hann Brynjar Óla. Þegar við tókum saman var hann reyndar enn að vaxa og dafna í mallanum hennar Lilju vinkonu.. en í dag eru komin 2 ár frá því að litli gaurinn mætti á svæðið 🙂 til hamingju með daginn Brynjar Óli & Lilja.
Ég hef auðvitað ekki séð hann síðan um jólin nema á myndum og samkvæmt þeim þá hefur hann stækkað heilan helling.. er búin að vera að fara í gegnum myndaalbúmin á síðunni hans á barnalandi og já.. þetta er eiginlega frekar fyndið.
Mér finnst einmitt vera svo stutt síðan við tókum saman.. líka rosalega stutt síðan Lilja varð mamma, samt passar þetta allt eitthvað svo vel. Furðulega margt líka búið að gerast á þessum tíma. Ferðalög, fluttningar, trúlofanir (ekki við ;)), barneignir (nei ekki við heldur), og svo margir aðrir stórir viðburðir hjá okkur og fólkinu í kringum okkur..
Þegar ég hugsa aftur yfir þetta tímabil þá áttar maður sig á því að þetta er þannig séð ekkert svo stutt.. allar minningarnar sem við eigum, allar myndirnar sem við eigum úr litlum ferðalögum/vinahittingum/eða hverju sem er… allt þetta litla sem við vitum um hvort annað sem jaaaa fáir aðrir vita 😉 samt erum við að kynnast betur og betur með hverjum deginum sem líður.. það er alltaf eitthvað nýtt sem maður finnur hjá makanum, þó það sé ekki nema bara ný frekkna á nebbanum 🙂
bara gaman að þessu öllu saman 🙂
úfff tíminn líður svooo hratt og það hefur svo margt gerst – litli gaurinn hennar Lilju orðinn 2 ára – Til hamingju með afmælið Brynjar Óli 🙂 – við verðum komnar á elliheimili áður en við vitum um 😉