ég var að skoða myndir sem stelpurnar úr netsaumakl hafa verið að gera um daginn og sá þar eina alveg æðislega sæta mynd.. ákvað að sauma eina eins, nema að þessi stelpa hafði breytt myndinni aðeins þannig að hún er svona brúðarmynd – ætla nú ekki að gera það heldur bara sauma hana venjulega, mestalagi íslenska textann 🙂
Allavegana þetta munstur er á netinu og það þýðir bara að myndina þarf að prenta út… smá vesen.. enginn prentari á heimilinu og ég hef ekki græna hvenær LS fer næst upp í skóla þar sem það er komið paskafrí í DTU… hmm nei ég vil ekki bíða þar til eftir páska!
þannig að maður reddar sér!!!
hehe góð ekki satt??
ég set inn mynd af munstrinu þegar ég er búin að klára það (*hóst* það er nú ekkert voðalega fallegt þar sem ég reyndi að velja eins ólíka liti til þess að nota eins og ég gat svo það væri auðveldara að greina á milli *Hehe*)
talandi um að redda sér 😉
hehe en ekki hvað 😉
Ok, þú ert geðveik! LOL!
Aldrei í lífinu mundi ég nenna þessu. Sauma frekar beint uppúr tölvunni 😉
hehe, linda.. ég hef ekki alveg þolinmæðina í það þar sem ég er víst ekki sú eina sem er að nota þessa blessuðu tölvu okkar 😉
annars þá er maður enga stund að þessu.. ég er búin að teikna upp alla myndina á bara eftir að klára að teikna inn afturstinginn.. það var/er eiginlega aðeins meira mál 🙂
annars þá er þetta bara gaman… fær mann kannski til þess að teikna upp munstur einhverntíma.. og læra á paternmakerinn.. en ég ætla mér nú ekki að fara að stunda þetta enda bara tæpir 2 mánuðir eftir hérna og eftir það þá verður pís of keik að komast í prentara 🙂