Elmar vildi ennnnnnnnndilega að ég skrifaði 6 skrítin atriði um mig hérna á bloggið… *hmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm*
1. þegar ég er lasin (skiptir ekki máli, kvef, hálsbólga, upp/niður – bara almenn veikindi) þá er appelsínusafi það versta sem ég fæ. Alla jafna finnst mér appelsínusafi mjög góður.
2. mér finnst soðið slátur gott, soðinn fiskur er líka góður.
3. ég á það til að geyma það að standa á mínu þegar ég veit að það á eftir að skapa vandræði… vil yfirleitt frekar halda friðinn… en ég veit að ég á ekki að gera þetta því að þegar viðkomandi er kominn of langt yfir línuna þá spring ég 🙁
4. ég smakka flestan mat einusinni, bara til þess að ég geti sagt að ég hafi smakkað það og finnist það gott/vont.
5. ég geri stundum í því að vera ofur næs við fólk sem er með leiðindarstæla við mig sem ég veit ekkert hvaðan eru sprottnir (oft tengt vinnum).
6. ætli ég teljist ekki vera ofur skrítin þar sem mér þykir leikarinn í Office ekki fyndinn.. eignlega bara leiðinlegur.
ok.. there you go, 6 atriði, 3 af þeim tengd mat&drykk.. hahah held ég sé svöng og langi í alvöru íslenskan mat, mig langar í slátur með kartöflumús…
takk fyrir sms-ið… ég gat ekki svarað þér, er búin að eyða inneigninni í símtöl til Íslands!
en ég er að ná mér hægt og rólega : ) þetta kemur allt í vikunni vonandi.
takk : )
Kolbrún Inga.
haha, það var lítið skvíz 😉
ekkert gaman að vera lasinn/meiddur aleinn í útlandinu 🙂