jájá varúð titillinn er sannur 😉
ég er búin að vera að drukkna í hori og viðbjóði síðan ég kom heim, er búin að vera hérna með hangandi haus að reyna að gera eitthvað af viti en ekkert gengur.
ligg bara í sófanum eða upp í rúmi með acer vin minn með mér og reyni að hafa ofan af mér með eldgömlum sjónvarpsþáttum af skjánum eða eitthvað álíka.. woohoo stuð hjá minni!
ætlaði aldrei að geta sofnað í gær því að ég var komin með svo miklar stíflur í ennisholurnar og kinnholurnar.. bjakk.. stöðugur höfuðverkur! jeij! gaman.. ég er að spá í að ath hvort hann Freitag vinur minn sé ekki til í að tala við mig á morgun, er samt nokkuð viss um að hann segjir mér bara að halda mig heima, éta verkjatöflur og drekka te. það eru nefnilega dæmigerð læknisráð þegar maður er svona.. blöh!
Pernille yfirmaðurinn minn hringdi í mig áðan þar sem það var ekki búið að skrifa áframhaldandi vaktaskema þegar ég hringdi í hana í gær til að láta hana vita að ég kæmi ekki í dag.. well mér skilst að ég eigi barasta ekkert að láta sjá mig fyrr en á þriðjudaginn! þetta átti að vera vinnuhelgi hjá mér en það er víst frekar rólegt þannig að ég fæ barasta frí 🙂 ágætt.. þarf þá ekki að stressa mig með að vera fara út löngu áður en ég er orðin hress.
jæja ég ætla að fara að reyna að líta örlítið betur út svo ég geti tekið á móti tengdó 🙂 hún er að koma á einhvern Zontafund yfir helgina og tók auka nótt og ætlar að vera hjá okkur þar til á morgun.
verk dagsins verða sumsé; verkjalyfsát, tedrykkja, dexofan staupun (hóstasaft) sjónvarpsgláp þar til Inga kemur og kúr.
æææ það er nú ekki gott að heyra að þú sért svona veik – þú verður að fara að ná þessu úr þér fyrir páska 😉 láttu þér batna – það er hægt að fá í Fötex svona c-vítamín töflur sem leyst er upp í vatni – prófaðu það ef ekkert gengur – ég tek alltaf svoleiðis ef ég er veik!
hehe, ég er búin að vera að sötra þannig í vinnunni síðustu vikur, núna er það bara sítrónte með hunangi 🙂
(nei ekki benda mér á að drekka engiferrótarseiði nema þið viljið mér eitthvað illt 😉 )