ég var að setja inn svona tilviljanakennt myndakerfi hérna til hliðar 😉
svolítið skemmtilegt plugin sem hægt er að bæta við þegar maður rekur svona síðu.. ég veit reyndar ekki hvað það eru margar myndir sem gætu poppað þarna upp en þetta kerfi tekur allar þær myndir sem ég/við höfum sent inn á bloggið síðan þetta kerfi var sett upp og eru vistaðar í ákveðinni möppu *Haha* tæknóspæknó 😉
Allavegana ég hef oft verið að pæla í að setja þetta upp og svo datt ég niður á síðu áðan þar sem höfundurinn var búinn að einfalda þetta á svona skemmtilegan máta 😉 bara skrá í hvaða möppu myndirnar eru geymdar og voila kerfið birtir allar myndir sem eru þar í 😉
feitletrað fyrir ofan hverja mynd er svo nafnið á færslunni sem myndin birtist í og ef þú lesandi góður vilt lesa þá færslu þá smellirðu bara á myndina 🙂
ferlega sniðugt allt saman.. og fyrir ykkur hina wordpressnördana þá fann ég þetta plugin hérna
sumsé eitthvað af þessum myndum ætti að birtast í þessu kerfi og linka á þessa færslu 🙂
Fjölskyldan:
ú, tékka á þessari innstungu við tækifæri 🙂
hún er dáldið góð 🙂