vá hvað við skötuhjúin erum eitthvað þreytt og dösuð… Tókum upp á því eftir vinnu hjá mér í dag að draga fram hjólin okkar þar sem mestallur snjórinn er farinn hérna og ekki frostrósir á jörðu. Tókum góðan hjólatúr niðrí Lyngby, fórum reyndar einhverjar krókaleiðir þar sem okkur langaði nákvæmlega ekkert að hjóla meðfram þessum mestu umferðargötum sbr Kongevejen (stór gata sem liggur m.a. milli Lyngby og Holte) og auðvitað til baka.. vorum alveg í um 2 tíma á ferðinni. Stoppuðum reyndar á nokkrum stöðum í smá túristaham 😉 skoðuðum meðal annars kirkjuna og kirkjugarðinn í Lyngby sem við erum búin að keyra óteljandi oft framhjá, alveg kominn tími til að skoða þennan skrítna kirkjugarð þar sem leiðin eru öll í brekku!
Allavegana planið er einhverntíma á næstunni að hjóla niðrí Köben og þvælast eitthvað aðeins þar um á hjólunum.. það er nefnilega farið að hlýna og vor í lofti 🙂
Það leit nú reyndar ekki alveg þannig út þegar ég fór til vinnu í morgun…
Æ það er nú gott að heyra að það er farið að þiðna hjá ykkur í danalandinu. Þú átt nú skilið að fá smá vor eins og við hinir íslendingarnir. he he
Farið varlega á hjólunum og ekki gleyma höfuðfatinu (hjálmnum). 😉