Þegar ég var lítil (alveg allavegana eins langt og ég man) fékk ég alltaf póstkort þegar Garðar frændi og Elsa heitin konan hans fóru í ferðalög út fyrir landsteinana.. á flest ef ekki öll enþá.. fullt af allskonar flottum kortum eins og eitt sem er svona með hreyfimyndum eins og voru svo “inn” fyrir mörgum árum… svona sem sýndu 2 mismunandi myndir eftir því hvernig horft var á þær. Allavegana ég er nokkuð viss um að Elsa hafi séð um þessa deild og mér þykir alveg ofsalega vænt um þessi kort (og auðvitað öll önnur kort sem ég hef fengið í gegnum árin). Fyrir tæpu ári síðan barst þetta í tal við Garðar frænda, ég fór að rifja upp að ég hefði alltaf fengið póstkort frá þeim…
Stuttu eftir þetta samtal okkar ákvað karlinn að skreppa til Kína ásamt Óla Grís og hans fólki (muniði ekki eftir þessari stóru ferð sem var svo mikið talað um í fyrra? hellings hellingur af fólki sem fór með Grísnum í einhverja viðskiptaferð eða eitthvað þessháttar…), þar sem ég hef aldrei fengið kort þaðan laumaði ég því að honum að mig langaði í kínakort 😉 haldiði ekki að Garðar hafi látið eftir prinsessunni á bauninni og sendi mér kort 🙂 náði reyndar líka að plata Evu Hlín til að senda mér kort þegar hún var í Tælandi síðasta vor *hehe* þannig að 2 lönd eru komin á blað þarna *Hehe* ég þyrfti eiginlega að fara að skrá það hjá mér hvaðan ég hef fengið kort og hver hafi verið svo yndislegur að senda mér – fara að safna þessu fyrir alvöru 😀 Allavegana þegar ég var að tala við pabba á MSN í gær spurði hann mig hvort ég væri búin að fá póstkort nýlega? hmm nei… frá hverjum ætti ég að fá póstkort núna? Þá fattaði ég að Garðar frændi skellti sér til Kúbu núna fyrr í mánuðinum og kom heim í fyrradag… hann sagði ss pabba að hann hefði sent mér póstkort frá Kúbu!!! *jeij*
hlakka ekkert smá til þegar ég finn það hérna á stigapallinum *heheh*
Það þarf ekki mikið til þess að gleðja mann 😉
Ég vildi að ég hefði vitað þetta fyrr, þá hefði ég pottþétt sent þér póstkort frá Egyptalandi. En ég man það þá bara næst 😉 (á vonandi eftir að fara þangað aftur!)
hehe, well næst! (eruði skötuhjúin ekki áleið til austurríkis ha???? )
þú varst nú dugleg að senda mér kort hérna í den.. man allavegana að ég fékk kort frá þér frá London hérna um árið 🙂