ég tók eftir því á leiðinni heim í dag að samferða mér í 170 voru 2 vottar, hvernig veit ég að þeir voru vottar? jú þeir voru auðvitað merktir með nafnspjöldunum sínum eins og vaninnn er hjá svona labbaámillihúsavottum.
Aníhú pælingin er þannig.. ég hef nokkrum sinnum “lent í” þessum einstaklingum.. allt í lagi með það svosem en í hvert skipti sem ég hef “lent í” þeim hafa “þeir” verið 2 kk einstaklingar, aldrei 2 kvk eða ein kona og einn kall. Hversvegna er það?? Þegar ég var að vinna í sjúkraþjálfuninni komu reglulega vottar með blöðin sín til þess að setja inn á kaffistofu (þau lifðu nú sjaldnast lengi þar þar sem það var alltaf einhver fljótur að sópa þeim ofan í blaðabunkann sem átti að fara í rusl). Í þessi tæpu 6 ár sem ég var þarna komu yfirleitt 2 konur… man jú eftir einu tilfelli þar sem það var karl með..
Allavegana mín pæling er semsagt afhverju eru það svona oft (í mínu tilfelli alltaf, en vil ekki alhæfa það) sem það eru KK í labbaámillihúsaverkefnum hjá vottunum?
Ég hef hingað til bara séð 2 KK votta….. en eitt er víst að þeir eru oftast nokkuð myndarlegir þessir vottar… mitt álit !!
Í eina skiptið sem ég hef fengið votta í heimsókn þá voru það tvær konur, önnur útlensk en hin íslensk .. hressar píur!
Já Dagný mín þannig er það með vottana þeir eru alltaf tveir og tveir saman annað hvort tveir kk eða tvær kvk. Þau meiga ekki vera kk og kvk saman vegna þess að það hefur slæm áhrif á þá sem fá þau í heimsókn. Það meiga ekki einu sinni vera hjón á ferð, þetta skemmir mynd okkar á vottum og ef þetta eru ekki hjón þá lítur þetta enn verr út því þeir meiga ekki starfa saman, semsagt af gagnkvæmu kyni. Þess vegna eru þau frekar þrjú ef um bæði kynin er að ræða. Vottar hafa vinnu skildu gagnvart kirkju sinni til að komast inn í himininn. Þeir trúa því að það komist bara 144,000 manns inn í himininn afgangurinn brennur í helvíti. Ef þeir sinna ekki þessari vinnu að ganga á milli húsa og mæta á kennslur alla daga vikunnar í kirkjunni sinni þá minnka líkurnar á himnavist. Þeir trúa því líka að á himninum verðum við aðskilinn karlar og konur. Ekki spurja afhverju ? þeir segja þetta. Enn leið til að reka þá í burt er til og hún er sú að tala við þá um blóðsáttmálann. Þú lest um hann í kossfestingunni og eins í postulasögunni. Þeir þola ekki þegar talað er um jesú blóð og að hann hafi dáið fyrir okkar syndir. Þeir lesa jú biblíuna og eiga svo líka vottabiblíu sem er þeirra heilaga ritning. Það er talað um Jehova í biblíunni og það er eitt af nöfnum Guðs. Guð á semsagt gælunöfn eins og við, enn þessi nöfn þýða einhvað, og Jehova þýðir LÆKNIRINN eða Guð sem læknar. Þeir lesa hinsvegar biblíuna samhengislausa og nota mikið þetta sem talað er um Jehova í okkar biblíu.
Svona er nú það ég vona að þú verðir ekki fyrir ágangi þeirra þarna úti að þú megir kát geta horft fram hjá þeim og þeir sjái þig ekki. Enn kurteisi kostar ekkert. 🙂 Mátti til að segja þér aðeins um þetta. En það er rétt hjá vinkonu þinni að þetta er yfirleitt fjallmyndalegir strákar í þessu. Enn þeir meiga ekki vinna nema í ræstingarfyrirtæki kirkjunnar svo það eru ekki menn framtíðarinnar að stóla á til að verða ríkur af, he he he
hehe, Ásta Lóa, ég vissi að það væri einhver fjölskyldumeðlimurinn sem gæti frætt mig um þessa hluti 😉 og þetta er í sjálfu sér alveg lógíst þegar maður hugsar út í það 😉
Annars þá hef ég ekkert á móti þeim þannig séð.. mér er hinsvegar illa við það þegar verið er að þröngva skoðunum upp á mig. Alveg sama hvers eðlis þær eru.. ég er einstaklingur með mínar skoðanir 🙂
Eins og þú sagðir þá kostar kurteisi ekkert og maður er oftar en ekki tilbúin til að hlusta á skoðanir annarra.. en á það þá ekki að ganga á báða vegu? á fólk ekki að virða mína skoðun um að þetta séu mínar skoðanir *heheh* 😆
Annars eins og ég sagði áðan þá hafa þeir ekkert verið að trufla mig, ekki þeir né einhverjir aðrir.. jú bara sölumennirnir og betlaranir á Kanarí og jú ógeðslegi róninn sem fór að rífa kjaft við mig í Metrónum á Nörreport afþví að ég sagði “ha?” við hann þegar ég heyrði ekki hvað hann sagði (var upptekin við að skoða hvaða lest kæmi næst og hvaða lest ég ætti að taka til þess að komast á áfangastað að ég var barasta ekkert að hlusta á hann né neinn annan) 😆 😉